Ég gekk einu sinni inn í verslun að leita að kuldabuxum á dóttur mína. Þegar ég kom inn var ekki nokkur sála sjáanleg. Eftir smá stund kemur fram maður og þegar ég spyr hann hvort hann eigi kuldabuxur á svona stelpuskottu þá bendir hann lufsulega út í eitt hornið og segir: "ef þær eru til þá eru þær þarna". Því næst tók hann upp dagblað og hóf að lesa það! Ég hvorki fann kuldabuxur, né, ef ég hefði fundið þær, held ég að ég hefði keypt þær. Ég meina - átti ég að gera þeim það til geðs að borga þeim peninga fyrir 0% þjónustu?Ég var í Ameríkunni núna í byrjun nóvember. Sem er sosum ekki í … [Read more...]
Ertu markasdrifin(n)?
Þegar ég kenni um markaðsmál þá byrja ég oft tímann á því að spyrja fólk hvað kemur upp í hugann þegar talað er um markaðsmál, markaðsfræði, markaðsfólk o.s.frv. Svörin eru mjög oft: auglýsingar, fá fólk til að kaupa eitthvað sem það þarf ekki, sölumenn notaðra bíla koma upp í hugann o.s.frv. Semsagt - því miður oft frekar neikvætt. Ég segi oft að við markaðsfólk séum eins og iðnaðarmennirnir sem aldrei gera neitt heima hjá sér - við eigum við svolítinn ímyndarvanda að stríða :) En hvernig lítur þú á markaðsmál? Malcolm McDonald, maðurinn sem skrifaði bókINA um markaðsáætlunargerð … [Read more...]