Ég er búin að vera að kenna mikið sl. mánuðinn úti um hvippinn og hvappinn. Skrifa einmitt þennan bloggpóst sitjandi í kennslustofu Visku, símenntunarmiðstöðvar Eyjamanna eftir að siglingunni heim með Herjólfi hefur verið frestað vegna veðurs. Útsýnið úr kennslustofu Visku yfir höfnina í Eyjum, þaðan sem ég skrifa þetta á meðan ég bíð eftir að Herjólfur komist með mig í land fyrir roki :) Á hluta af þessum ferðum mínum hef ég þurft að gista á hinum ýmsu stöðum, svo ég hef verið að skoða hina ýmsu kosti á netinu. Í þeirri leit minni hef ég oft verið minnt á margt af því … [Read more...]
Það var þetta með að finnast á Google – 5 atriði
Ef ég ætti 100 kall fyrir hvert skipti sem ég er spurð hvernig maður á að finnast efst á Google, þá ætti ég a.m.k. fyrir fríum hádegisverði einu sinni í viku :) Leitarvélabestun - eða það að gera vefsíðuna þína og annað um þig á netinu þannig úr garði að það finnst sem best á Google og öðrum leitarvélum (já, það er víst til Bing og Yahoo o.fl. líka ;) - var alltaf frekar mikið tækninördamál. Þetta snérist allt um lykilorðagreiningu, meta data, robot txt, hlekkjasöfnun og allskonar svona skemmtilegheit. Margt af þessu er enn alveg gott og gilt en margt ekki og vægi þess er stöðugt að minnka. … [Read more...]
Ertu rétt skráð(ur)?
Þú þarft að vera þar sem fólk leitar að þér, og þú þarft að fá eins mikið út úr því og mögulegt er! … [Read more...]