This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Blog

Ég vil ekki vera vinur þinn

ég vil ekki vera vinur þinn - thoranna.is
Ekkert persónulegt og ekkert illa meint, en ég vil ekki vera vinur þinn ef þú ert fyrirtæki, félagasamtök, vara, þjónusta, frægur persónuleiki sem ég þekki ekki persónulega … 

…þ.e. þá vil ég ekki vera vinur þinn á Facebook.

Við fáum öll reglulega Facebook vinarbeiðnir frá einhverju af ofangreindu, einhverju öðru en einstaklingum. Fæst okkar gera sér grein fyrir því af hverju þau eiga ekki að vilja vera vinir okkar og af hverju við ættum ekki að “adda” þeim. Og allt of mörg þeirra sem sjá um Facebook fyrir fyrirtækin sín, vörur o.s.frv. gera sér ekki grein fyrir mistökunum sínum. 

Hér eru 4 ástæður fyrir því að aðrir en einstaklingar eiga ekki að setja upp einstaklingsprófíl á Facebook:

Nr. 1 – vinur getur skoðað Facebook prófílinn þinn – vilt þú að fyrirtæki geti skoðað hverjir vinir þínir eru, hvað þú ert að pósta og myndirnar úr partýinu síðustu helgi, eða af krökkunum þínum að leika út í garði? – ég veit að ég vil það ekki. Það er einfaldlega ekki málið.

Nr. 2 – ef þú gerir einstaklingssíðu fyrir fyrirtækið þitt, félagasamtök o.s.frv. getur þú lent í því fyrirvaralaust að Facebook taki hana niður. Það er einfaldlega skýrt kveðið á um það í reglunum að slíkir prófílar séu eingöngu fyrir persónulegar síður einstaklinga. Þú getur verið búinn að safna fullt af vinum og vúps! Allt farið!Nr. 3 – þú getur bara eignast mest 5 þúsund vini á persónulegum prófíl. Þú vilt ekki takmarka það hversu marga aðdáendur síðan þín er með. Hugsaðu stórt! Einu einstaklingarnir sem hafa heimild til að hafa fleiri en 5 þúsund vini á Facebook eru víst Mark Suckerberg og Barack Obama. Svo að ef þú ert ekki stofnandi Facebook eða fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna – þá legg ég til að þú setjir upp viðeigandi síðu ;)

Nr. 4 – fyrirtækjasíðurnar bjóða upp á fullt af tækjum og tólum sem hjálpa þér að nýta hana sem best. T.d. Insights, sem gefur þér fullt af upplýsingum, eins og hversu margir “læka” síðuna, af hvaða kyni, á hvaða aldursbili, er fólk að commenta og líka við það sem er póstað o.fl. o.fl. Smelltu hér til að fá góða grunnkynningu á því hvaða upplýsingar þú færð úr Insights.

Þetta er ósköp einfalt. Ef þú ert ekki einstaklingur (sem ég þekki persónulega) þá vil ég ekki vera vinur þinn á Facebook. En ef þú ert með fyrirtæki, vöru eða annað þess háttar sem mér líkar, þá er ég alveg tilbúin að smella á “like” takkann.

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

Ég hef framið dauðasynd

ég hef framið dauðasynd - thoranna.is

Skv. boðorðunum hef ég framið dauðasynd. Þ.e. skv. boðorðum markaðsfræðinnar hef ég framið dauðasynd. Ég hef ekki skrifað bloggfærslu síðan 11. apríl. Það er að slaga upp í mánuð. Það er engin afsökun að í millitíðinni var páskafrí, það er engin afsökun að í millitíðinni sá ég um komu þekkts fyrirlesara til landsins og vann í kringum þann viðburð, það er engin afsökun að ég var a vinna að öðrum stórum viðburði fyrir vinnuveitanda minn. Það er engin afsökun að ég var að vinna, sjáum fjölskylduna, fara á skíði, fara á Aldrei fór ég suður :)  … Ja, ég hefði verið að fremja dauðasynd ef ég væri að markaðssetja eitthvað. Kannski ég sleppi þar sem ég er ekki að reyna að selja þér neitt ;)

Það er nefnilega þannig að lykilatriði í markaðssetningu er að vera alltaf að. Jafnt og þétt. Stöðugt að minna á sig, stöðugt að viðhalda sambandinu. Ef þú ákveður að blogga, þá verður þú að blogga reglulega. Ef þú ert með Facebook, þá verðurðu að halda því lifandi og setja inn færslur reglulega (tvisvar í viku er er algjört lágmark). Ef þú birtir auglýsingar, þá verðurðu að birta þær jafnt og þétt og reglulega. Það þýðir ekkert að birta eina auglýsingu og búast við því að salan rjúki upp – þó að hún sé heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu eða heil mínúta í sjónvarpinu. Hafðu auglýsinguna frekar litla og birtu hana oftar.

Því oftar sem við sjáum eitthvað, því meira treystum við því, því líklegri erum við til að kaupa það.

Það virkar bara einfaldlega svoleiðis.

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

Hverjar eru tengingarnar þínar?

hverjar eru tengingarnar þínar - thoranna.is
Þegar þú, varan þín eða fyrirtækið þitt eru nefnd, hvað kemur upp í hugann? Hvaða myndir, orð, litir, atburðir, tákn o.s.frv. birtast í huga fólks?

Skiptir það máli?

Ó já, það skiptir máli.

Það sem kemur upp í huga fólks er hluti af brandinu þínu.

Margir hafa heyrt talað um brand. Einhvern veginn hefur ekki náðst að þýða þetta orð almennilega yfir í íslensku, svo að blæbrigði þess og full merking náist. Notað hefur verið orðið mörkun, en persónulega finnst mér það ekki virka og vera of afmarkað. Ég hef yfirleitt kosið að nota orðið ímynd, ef ég tala ekki bara hreinlega um brand. Einfaldasta útskýringin er sú að brand er það sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um ákveðið fyrirtæki, vöru, þjónustu, vörumerki – já og persónu. Meira um það og skilgreiningar á því síðar…

Brand er byggt upp, skoðað, greint, teygt, togað og útpælt í allar áttir, og ég á pottþétt eftir að fjalla um margar hliðar þess í þessu bloggi, fyrr eða síðar. Akkúrat núna langar mig aðeins að tala um tengingarnar.

Fólk myndar þessar tengingar, hvort sem þér líkar betur eða verr, og þess vegna er betra að átta sig á hvaða tengingar maður vill að fólk myndi, hverjar maður vill ekki að fólk myndi, og hvað maður getur gert til að hafa áhrif á það. Þetta er algjört kjarnaatriði í ímynd fyrirtækisins þíns.

Tökum dæmi og skoðum fyrst Coca Cola. Verðmætasta brand í heimi frá því að alþjólega branding stofan Interbrand fór að mæla virði alþjóðlegra vörumerkja. Hvað dettur manni í hug? Hér má sjá nokkur atriði sem mér detta í hug:

 

Þetta er engin tilviljun. Kókflaskan var hönnuð með því augnamiði að hún yrði sterkt og auðþekkjanlegt tákn. Kók eignaðist jólasveininn með markvissum hætti. Hljóðin, myndirnar, “ahhhhhhhh” … þetta er allt mjög markvisst og skipulega byggt upp til að mynda tengingar í hugum okkar sem eru jákvæðar, eftirsóknarverðar – og eftirminnilegar.

Tökum annað dæmi… Apple

Frábært dæmi um vörumerki sem hefur markvisst notað hönnun til að ná sér upp úr þeirri lægð sem þeir voru í. Hvað kemur upp í hugann?

 

Trúið mér, þetta er útpælt. Þeir missa mjög sjaldan stjórn á þeirri ímynd sem þú hefur af þeim. Það kemur fyrir, jú jú, en það gleymist líka ósköp fljótt af því að svo lengi hefur verið byggð upp samræmd ímynd og byggðar upp þær tengingar sem Apple fólkið vill að við höfum við það í huganum. Og allt þetta er gríðarlega mikils virði.

Hvað dettur fólki í hug þegar það hugsar um fyrirtækið þitt, vöru, þjónustu – þig sjálfa(n)? Hvað viltu að það hugsi? Og hvernig ætlarðu að hafa áhrif á það? Það er jú eitt af stóru verkefnum markaðsfræðinnar – að hafa áhrif á það. Og það gerist ekki bara út í loftið. Það þarf að setjast niður og pæla.

Pældu í því …

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

Eigum við að versla heima?

eigum við að versla heima - thoranna.is
Reglulega skella fyrirtæki fram auglýsingum sem hvetja fólk til að versla heima. Þetta á við bæði almennt um að versla íslenskt, eða að versla í heimabyggð.

Ég er mjög fylgjandi því, að öllu jöfnu, að versla í heimabyggð og að versla íslenskt. Ég versla alltaf heima og íslenskt þegar ég get. Ég er t.d. sérstaklega stolt af íslenska grænmetinu okkar, kaffinu hennar Addýar í Kaffitár og vörunum úr Bláa Lóninu.

En lykilorðin hér fyrir ofan eru “að öllu jöfnu”. Þ.e. ef að vörurnar eða þjónustan eru sambærileg að verði, gæðum og þjónustu, þá vel ég að versla heima. Það hinsvegar fer óstjórnlega í taugarnar á mér þegar fyrirtæki sem almennt eru ekki að standa sig í því sem þau gera, bjóða lélega þjónustu, léleg gæði og hátt verð, kvarta og kveina yfir því að viðskiptavinir snúi sér annað – og þá oft annað en í heimabyggð.

Ég þekki því miður frá fyrstu hendi of mörg svona dæmi. Ég þekki dæmi um fyrirtæki sem svara ekki tölvupóstum – jafnvel þó að um tilboðsbeiðni sé að ræða – það er verið að gefa möguleika á viðskiptum og því er ekki svarað! Fyrirtæki sem eru mun dýrari en samkeppnisaðilarnir þrátt fyrir að gæðin séu mun minni. Fyrirtæki sem maður efast um að viti einu sinni hvað samkeppnisaðilarnir eru að rukka fyrir sambærilega vöru. Fyrirtæki þar sem maður hefur á tilfinningunni að maður sé að trufla starfsfólkið þegar maður hefur samband. Fyrirtæki sem virðist bara einfaldlega vera sama. Af hverju á ég að skipta við þau?

Fyrirtæki verða að gera sér grein fyrir því að þau eiga engan guðsgefinn rétt á viðskiptum þó að þau séu jafnvel í húsinu við hliðina á mér. Þau verða að vinna sér þau inn og eiga þau skilið. Metnaðarleysi er einfaldlega ófyrirgefanlegt. Í viðskiptum lifa hinir hæfustu af. Það er engum greiði gerður með því að halda fyrirtækjum á lífi með góðgerðastarfsemi. Þegar þú stendur þig jafnvel og samkeppnisaðilarnir sem annars staðar eru – þá geturðu farið að aðgreina þig með því að leggja áherslu á að versla heima!

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

Vertu fjólublá kú!

vertu fjólublá kú - thoranna.is

Hvað er öðruvísi við það sem þú gerir en það sem hinir gera? Og er það sem þú gerir öðruvísi nógu áhugavert og gagnlegt til að fólk velji þig frekar en hina?

Eitt sterkasta vopnið okkar í markaðsmálum er að aðgreina okkur frá samkeppninni, með því að gera hlutina öðruvísi og betur en hinir. Af hverju ætti fólk að skipta við þig ef þú ert alveg eins? Og hvernig getur þú búist við því að fólk taki eftir þér og því sem þú ert að gera ef það er alveg eins og það sem allir hinir gera?

Markaðsgúrúinn Seth Godin skrifaði heila bók um mikilvægi þess að vera ekki bara venjuleg svört og hvít skjöldótt kú, heldur fjólublá kú. Ef þú ert að keyra eftir sveitavegum og sérð hverja svart-hvítu kúna á eftir annarri, þá tekurðu ekki  einu sinni eftir þeim – en ef þú rekur augun í fjólubláa kú – þú tekur ekki bara eftir henni, heldur talarðu um hana, segir frá henni, vilt fá að vita meira um hana. Ég er sammála Seth – vertu fjólublá kú!

Þorirðu að vera sexý og óformleg(ur) eins og Virgin Atlantic?

Þorirðu að vera umdeild(ur) eins og Benetton?

Og það er aldrei hægt að halda því fram að Mini sé ekki öðruvísi!

Hugsaðu málið. Hvað getur þú gert til að skera þig úr?

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

  • « Previous Page
  • 1
  • …
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • Next Page »

Categories

  • Facebook
  • Google+
  • LinkedIn
  • Pinterest
  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2023 Thoranna.is · Rainmaker Platform

Privacy Policy