Ég er mikill aðdáandi The Apprentice þáttanna - nei, ekki þessara með Donald Trump, heldur þessara með Sir Alan Sugar sem sýndir eru á BBC1 á miðvikudögum kl. 20:00 - mæli með því að þú kíkir á þá ef þú hefur aðgang að BBC1. Miklu betri en þessir amerísku. Í gær gerði annað liðið klassísk mistök í markaðssetningu. Þau voru ekki búin að ákveða hver markhópurinn fyrir vöruna væri. OK, þau gerðu ýmis önnur mistök (leikritið var eitt!!!), en þessi voru stór og stungu mig í hjartað. Þau bjuggu til kex og kexið átti að vera fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla! (Sjá ca. … [Read more...]
Kannt þú hugsanalestur?
Finnur þú á þér hvað fólk vill? Sérð þú myndirnar í höfðinu á næsta manni? Ég leyfi mér að giska: nei. Finnst þér þá líklegt að aðrir geri það? Heldurðu að það væri ekki áhrifaríkar að nota viðurkennda samskiptamáta eins og ritað og talað mál, já og kannski vel valdar myndir, til að gera fólki ljóst hvað það er sem þú vilt að það geri? Starfsfólki á auglýsingastofum er rosalega oft gert að stunda hugsanalestur, hvort sem það eru hugmyndasmiðir, textasmiðir, grafískir hönnuðir eða viðskiptastjórar. Meðal hugsana sem ætlast er til að það lesi er t.d.: Hversu stórar eða litlar … [Read more...]
AIDA tralala – neiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ekki óperan!
Þegar þú ert að skipuleggja markaðsaðgerðirnar þínar þarftu að hafa í huga hvað þú vilt að þær geri. Það er ekki raunhæft að ætla öllum markaðsaðgerðum að loka sölunni - í raun eru það mjög fáar oft sem loka sölunni. Talað er um AIDA ferlið, en það er það ferli sem fólk fer í gegnum þegar það íhugar kaup á vöru eða þjónustu. AIDA stendur fyrir: Awareness - vitund um vöruna eða þjónustuna Interest - áhugi á vörunni eða þjónustunni Desire - löngun í vöruna eða þjónustuna Action - framkvæmdin - að kaupa vöruna eða þjónustuna Spáðu í það á hvaða stigi viðskiptavinurinn er þegar … [Read more...]
Það er ekki alltaf sá sætasti sem græðir mest ;)
Hann er ekki sá sætasti, er það? Og við höfum öll okkar skoðanir á fyrirtækinu, fyrrum eigendum o.s.frv. Eeeeeeeeeen það verður ekki af þeim tekið að þetta er snilldar markaðssetning. Það er sérstaklega tvennt sem ég vil nefna sem er svo snilldarlegt við þetta. Nr. 1 - ímyndin er algjörlega í takt við staðsetninguna á markaðnum. Þeir hefðu getað verið með voðalega sætan lítinn grís, eins og t.d. þennan: ...en hann hefði ekki sagt manni að þetta væri ódýrasta búðin. Til þess er miklu betra að vera með hálf illa teiknaðan grís, sem virðist vera með glóðarauga, einfaldan og beint í mark. … [Read more...]
Ég vil ekki vera vinur þinn
Ekkert persónulegt og ekkert illa meint, en ég vil ekki vera vinur þinn ef þú ert fyrirtæki, félagasamtök, vara, þjónusta, frægur persónuleiki sem ég þekki ekki persónulega … ...þ.e. þá vil ég ekki vera vinur þinn á Facebook. Við fáum öll reglulega Facebook vinarbeiðnir frá einhverju af ofangreindu, einhverju öðru en einstaklingum. Fæst okkar gera sér grein fyrir því af hverju þau eiga ekki að vilja vera vinir okkar og af hverju við ættum ekki að “adda” þeim. Og allt of mörg þeirra sem sjá um Facebook fyrir fyrirtækin sín, vörur o.s.frv. gera sér ekki grein fyrir mistökunum … [Read more...]