Ég mæli eindregið með því að þið fylgist með vefsíðunni frumkvodlar.is sem haldið er úti af Hauki Guðjónssyni, frumkvöðlareynslubolta og ljúfum dreng :) Hér tekur Haukur viðtal við yours truly um MáM kerfið, en viðskiptaáætlunin fyrir það var í topp 10 úrslitahópnum í Gullegginu hjá Innovit. http://www.frumkvodlar.is/markadsmal-a-mannamali-i-topp-10-i-gullegginu/ … [Read more...]
Strax í dag
Þolinmæði. Hmmmmmmmmm ekki minn besti kostur. Ég held að það sé óhætt að segja að ég sé óþolinmóð manneskja að upplagi. Hjá mér verður allt að gerast strax, og helst í gær. Ég hef hinsvegar lært að góðir hlutir gerast hægt og það þarf að taka sér tíma í þá. Ég fæ iðulega inn til mín fólk sem vill fá aðstoð með markaðsmálin og segir að það þurfi að markaðssetja eitthvað sem er að gerast eftir mánuð, eða jafnvel viku. Ótrúlega margir höfðu samband við mig um og uppúr miðjum nóvember vegna markaðssetningar fyrir jólin. Þetta virkar einfaldlega ekki svona. Markaðssetning tekur tíma og hún … [Read more...]
Viltu leiða mig?
Fólki líður illa í óvissu. Því líður illa ef það veit ekki hvað það er komið út í, veit ekki hvað gerist næst, veit ekki hvert á að fara. Í markaðssetningu er algjörlega bannað að láta fólki líða illa! Ég var að segja ykkur síðast að ég fór til kírópraktors. Mig langar að segja ykkur meira frá því hversu vel þeir gera hlutina þarna. Í fyrstu heimsókninni var mér boðið inn í lítið, bjart herbergi, með glervegg út að biðstofunni. Þar var ég beðin um að fylla út spurningalista um heilsufar og því tengt. Þegar ég var búin að því tók konan í móttökunni við listanum og kynnti mér að nú myndi hún … [Read more...]
Frábært fólk sem lét braka í mér!
Það er því miður ekki of oft sem maður kemst í tæri við fyrirtæki sem maður vill segja frá af jákvæðum ástæðum - en ég fann eitt í morgun. Eins og svo margir aðrir, ekki síst við stelpurnar sem búnar erum að koma í heiminn einhverjum börnum, þá er ég krónískt með í bakinu. Ég er búin að prófa ýmislegt, með misgóðum árangri, og ákvað að nú ætlaði ég að prófa að fara til kírópraktors. Ég byrjaði að skrifa einn bloggpóst um þessa reynslu - en þegar ég var komin af stað, þá sá ég að það er svo margt sem hægt er að læra af henni að ég ætla að taka bara hvert atriði fyrir sig, almennilega - og … [Read more...]
Hver kaupir?
Hefur þú spáð í það hver kemur að því að ákveða hvort að varan þín eða þjónustan er keypt? Við erum mikið að spá í hvað hefur áhrif á ákvörðunina um það hvað er keypt, en við hugum kannski sjaldan almennilega að því hverjir það eru ... Það er nefnilega ekki alltaf sá sem kaupir sem ákveður hvað og hvort á að kaupa, og ekki endilega sá sem neytir vörunnar sem tekur ákvörðunina heldur. Skoðaðu myndina hér fyrir neðan: Einhver fær hugmyndina að því að kaupa eitthvað. Oftar en ekki er leitað ráða eða álits hjá einhverjum. Einhver tekur ákvörðunina hvort, hvað, hvernig og hvar og … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- …
- 44
- Next Page »