Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum - þú manst eftir henni ;) Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja "in perfect harmony" :) Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :) Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :) ... en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að … [Read more...]
Taktu á honum stóra þínum!
Þegar kemur að tækni, þá verðurðu einfaldlega að taka á honum stóra þínum eða sætta þig við að lúta í lægra haldi fyrir samkeppninni... Ath! Vídeóið er á ensku en þýðingin er hér fyrir neðan :) Mig langar að tala um tækni í dag. Tækni er dásamleg. Hún hefur gert svo mikið fyrir okkur. En hún er líka algjört helv... vesen. Það er erfitt að fylgja henni eftir. Það er svo mikið að gerast. Endalausar breytingar. Tækni hefur breytt markaðsstarfi gífurlega á síðustu tveimur áratugum. Bara á síðasta áratug höfum við séð mjög miklar breytingar ef við hugsum til YouTube, Facebook, … [Read more...]