Nýlega átti ég fund með forystumanni íslensks sprotafyrirtækis sem stefnir hátt og lofar góðu. Þegar ég spurði hann hvernig samkeppnisaðilar þeirra gerðu hlutina sagði hann að honum væri alveg sama um samkeppnina, þau vildu bara einbeita sér að því sem þau væru að gera. Ég skil það alveg. Ekki eyða of mikilli orku í hina.
Ef þú þekkir þá ekki, þá geturðu ekki svarað almennilega!
Betri þjónusta, betri gæði, bla bla bla bla bla – vertu öðruvísi!
“Ég veit þetta allt saman” veikin ;)
Maður getur nefnilega líka lært svo mikið af samkeppninni. Þú lærir hvað hinir gera vel og þú getur fengið ýmislegt gott lánað hjá þeim. Þú sérð líka á hverju samkeppnisaðilarnir eru að klikka, þannig að þú getur forðast að gera sömu mistök, og það sem meira er, þú afhjúpar ýmis tækifæri. Sumir viðskiptavinir mínir hafa hreinlega fundið nýjar vörur og þjónustuleiðir eftir að hafa stúderað samkeppnina – vörur og þjónustuleiðir sem þeir hafa bara fengið dágott upp úr, takk fyrir ;)