Ég á lítinn gutta. Hann er gaur, eins og guttar á hans aldri eru og fílar allar mögulegar og ómögulegar ofurhetjur. Stundum verð ég smeyk um að hann verði eins og karakter úr Big Bang Theory – sem ég get lifað með ef hann verður eins og Leonard en ég veit ekki alveg með hina ha ha … OK, svo ég veit meira um ofurhetjur en annars væri eðlilegt að kona á fertugsaldri viti – þó að ég viti alls ekki mikið. Og um daginn áttaði ég mig á einu: Ofurhetjur eru snillingar í branding – ja, ok, þær fá hjálp frá markaðssnillingunum á bak við þær, en samt – snillingar! Hér eru 7 hlutir sem ofurhetjur eru alveg með á hreinu í branding!
1. Brand kjarninn – hólfið
Það fer ekkert á milli mála hvað ofurhetja er. Við erum fljót að átta okkur á að viðkomandi er ofurhetja og hvernig ofurhetja þetta er og hvað er hennar “thing”.
Superman er góðhjörtuð all-American hetja í Kansas.
Batman er myrkur, flókinn og alvarlegur billjóner.
Spiderman er snaggaralegur stráklingur sem sveiflar sér á kóngulóarvef.
Hulk er grænn, reiður risi.
… o.s.frv.
2. Ríkir brand eiginleikar
Brand kjarninn er á hreinu en það er ekki allt. Við höfum mjög ríka mynd í huganum af því hverjar þessar ofurhetjur eru og þær vekja mismunandi tilfinningar hjá okkur.
Hér eru nokkrir hlutir sem er líklegt að flestum detti í hug þegar við hugsum um nokkrar þekktar ofurhetjur.
3. Tákn
Ofurhetjusögur eru ríkar af táknum og það finnst varla sú ofurhetja sem ekki hefur eitthvað táknrænt.
Þór er með hamarinn, Superman með merkið og skikkjuna, Batman með leðurblökuna, Hulk með græna litinn, Spiderman með kóngulóna og svona mætti lengi telja. Við þurfum ekki nema að sjá þessum táknum bregða fyrir og þá vitum við hver er á ferð!
4. Sterk aðgreining hver frá öðrum – afgerandi og sterkur karakter
Það er ekki hægt að saka ofurhetjur um að vera “me-too”, þ.e. að vera allar eins eða að líkjast hverri annarri. Þær hafa allar mjög sterka sérstöðu og mjög skýra aðgreiningu, þó að færa megi rök fyrir því að þær þjóni allar sama tilgangi fyrir lesendur/áhorfendur og þá sem þeir bjarga. M.a.s. ofurhetjur frá risunum tveimur DC Comics og Marvel sem eiga heilmikið sameiginlegt eru alls ekki eins. Við getum tekið sem dæmi Ironman og Batman sem eru frá sitthvoru fyrirtækinu. Báðir eru billjónamæringar, hvorugur þeirra er með ofurmannlega krafta eða náðargáfur (nema ef vera skyldi yfirnáttúrulegan sjarma ha ha ha) heldur treysta þeir á tækni og brögð og brellur, báðir eru dularfullir, bitrir, og bindast ekki rómantískum böndum auðveldlega (þó að þeir geri það náttúrulega alltaf aðeins, annars væru sögurnar ekki jafn góðar ;)
5. Ríkt myndrænt útlit
Myndheimur ofurhetjanna er ríkur og þær hafa allar sitt “look” og sinn myndræna heim. Superman er “Americana” í Kansas, Batman er “urban”, dimmur og “cool”, Ironman er “high tech” og “futuristic”.
6. Samræmi
Eitt lykilatriðið í branding er samræmi. Að vera alltaf eins og auðþekkjanlegur. Þú vilt að fólk þekki það sem frá þér kemur um leið og það sér það, án þess að sjá nokkurs staðar nafn eða lógó. Nýjustu myndirnar um Batman og Superman eru frábært dæmi um þetta. Þegar trailerarnir komu í bíó þá þurfti ekki nema nokkrar sekúndur til að maður áttaði sig á því hvað væri þar á ferð – án þess að hafa nokkurn tímann séð nafnið eða þessi sterku tákn. Frábært branding!
7. Allstaðar og aftur og aftur og aftur
Ofurhetjurnar eru alls staðar og við sjáum sömu myndirnar af þeim aftur og aftur og aftur og aftur. Það er einmitt lykilatriði í því að greipa brandið í huga fólks – með endurtekningu, endurtekningu, endurtekningu, endurtekningu, endurtekningu, endurtekningu, endurtekningu, endurtekningu og meiri endurtekningu.
Ert þú ofurhetja þegar kemur að branding? – þú getur orðið það með MáM þjálfuninni ;)
Er eitthvað fleira sem þér dettur í hug sem við getum lært af ofurhetjunum þegar kemur að markaðssetningu?