Það eru margar margar góðar ástæður fyrir því að nota LinkedIn, en byrjum bara á tveimur mögulegum, sem eiga sérstaklega vel við Íslendinga. Geymum hópana, spurningar-og-svör, atvinnuleit og allt þetta sem krefst verulegrar virkni í bili :)Tengslanetið…
Tengslanetið er eitt mikilvægasta markaðstólið okkar. Hverjir við þekkjum, hverja þeir sem við þekkjum þekkja … Það er hinsvegar erfitt, í raunveruleikanum, að vita hverjir þeir sem við þekkjum þekkja. Því virkara sem fólk er á LinkedIn, því auðveldara er að komast að því hvernig þú tengist þessari manneskju sem þú ert búinn að vera að reyna að komast í samband við í marga mánuði. “Hey, hún er besta vinkona hans Sigga frænda! Best ég tali við Sigga.” – þú einfaldlega veist þetta ekki almennt, en þegar þetta er komið á LinkedIn (eða Facebook eða …) þá geturðu einfaldlega slegið upp nafninu og séð hvernig þið tengist. Það er miklu áhrifaríkara að hringja í hana ef Siggi frændi er t.d. búinn að senda tölvupósta á undan þér og kynna þig ;)
Þú…
Það er ekki á mörgum stöðum, ef nokkurs staðar, sem þér gefst jafn gott tækifæri til að sýna nákvæmlega hvað þú ert æðisleg(ur). Ef þú myndir setja jafn mikil smáatriði í “um mig” hlutann á vefsíðunni þinni og þú getur komist upp með að setja á LinkedIn, þá fyndist fólki þú barasta skrýtinn – eða sjálfumglaður! Þarna geturðu sagt frá verðlaununum sem þú fékkst, skráð niður hæfnina þína í smáatriðum, sýnt slædurnar þínar frá kynningunni sem þú rokkaðir feitt á um daginn, linkað í rafrænu bókina sem þú gafst út á Amazon (sem enginn veit af ennþá, en boy, ó, boy, þeir vita af henni núna!) o.s.frv. Þetta er gullið tækifæri til að sýna fólki að þú sért sérfræðingur á þínu sviði og bara flottust! Linkaðu svo í LinkedIn prófílinn þinn allstaðar frá sem þér dettur í hug – af vefsíðunni, blogginu, Facebook, hafðu hann á nafnspjaldinu o.s.frv. o.s.frv. og hvettu fólki til að tengjast þér.
Prófaðu – þú hefur engu að tapa ;)
Já – og tengstu mér endilega á LinkedIn :) http://is.linkedin.com/in/thorannakristin