Hvað er öðruvísi við það sem þú gerir en það sem hinir gera? Og er það sem þú gerir öðruvísi nógu áhugavert og gagnlegt til að fólk velji þig frekar en hina?
Eitt sterkasta vopnið okkar í markaðsmálum er að aðgreina okkur frá samkeppninni, með því að gera hlutina öðruvísi og betur en hinir. Af hverju ætti fólk að skipta við þig ef þú ert alveg eins? Og hvernig getur þú búist við því að fólk taki eftir þér og því sem þú ert að gera ef það er alveg eins og það sem allir hinir gera?
Markaðsgúrúinn Seth Godin skrifaði heila bók um mikilvægi þess að vera ekki bara venjuleg svört og hvít skjöldótt kú, heldur fjólublá kú. Ef þú ert að keyra eftir sveitavegum og sérð hverja svart-hvítu kúna á eftir annarri, þá tekurðu ekki einu sinni eftir þeim – en ef þú rekur augun í fjólubláa kú – þú tekur ekki bara eftir henni, heldur talarðu um hana, segir frá henni, vilt fá að vita meira um hana. Ég er sammála Seth – vertu fjólublá kú!
Þorirðu að vera sexý og óformleg(ur) eins og Virgin Atlantic?
Þorirðu að vera umdeild(ur) eins og Benetton?
Og það er aldrei hægt að halda því fram að Mini sé ekki öðruvísi!
Hugsaðu málið. Hvað getur þú gert til að skera þig úr?