Þegar kemur að tækni, þá verðurðu einfaldlega að taka á honum stóra þínum eða sætta þig við að lúta í lægra haldi fyrir samkeppninni…
Ath! Vídeóið er á ensku en þýðingin er hér fyrir neðan :)
Mig langar að tala um tækni í dag. Tækni er dásamleg. Hún hefur gert svo mikið fyrir okkur. En hún er líka algjört helv… vesen. Það er erfitt að fylgja henni eftir. Það er svo mikið að gerast. Endalausar breytingar. Tækni hefur breytt markaðsstarfi gífurlega á síðustu tveimur áratugum. Bara á síðasta áratug höfum við séð mjög miklar breytingar ef við hugsum til YouTube, Facebook, allskonar markaðshugbúnaður, markaðssetning á netinu, tölvupóstsforrit og hitt og þetta – risastórar breytingar.
Staðreyndin er þó að við þurfum að aðlagast. Við þurfum að aðlagast þessari nýju tækni og við verðum að nota hana eða deyja ellar. Ég fæ oft til mín viðskiptavini sem segja “ég er bara ekki svo voðalega tæknisinnaður, ég get ekki notað þetta og ég get ekki notað hitt.” Ég hef bara ein skilaboð til þeirra: “Þú verður að komast yfir þetta. Þú bara verður. Taktu bara á honum stóra þínum. Farðu á námskeið, farðu í dáleiðslumeðferð, farðu til einhvers sem kann að eiga við kvíðaröskun, sálfræðing, geðlækni, hvaða nöfnum sem þeir kallast. En þú verður að finna leið til að komast yfir þetta.” Vegna þess að í viðskiptum er tækni mjög öflugt verkfæri og staðreyndin er að ef þú nýtir þér hana ekki þá munu samkeppnisaðilarnir þínar gera það og þú verður einfaldlega skilinn eftir.
Ef þú ert ekki vel tæknilæs, finndu þá leið til að verða það. Hvað getur þú gert í dag?