This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / íslenskt / Strax í dag

Strax í dag

strax i dag - thoranna.is

Þolinmæði. Hmmmmmmmmm ekki minn besti kostur. Ég held að það sé óhætt að segja að ég sé óþolinmóð manneskja að upplagi. Hjá mér verður allt að gerast strax, og helst í gær. Ég hef hinsvegar lært að góðir hlutir gerast hægt og það þarf að taka sér tíma í þá.

Ég fæ iðulega inn til mín fólk sem vill fá aðstoð með markaðsmálin og segir að það þurfi að markaðssetja eitthvað sem er að gerast eftir mánuð, eða jafnvel viku. Ótrúlega margir höfðu samband við mig um og uppúr miðjum nóvember vegna markaðssetningar fyrir jólin.

Þetta virkar einfaldlega ekki svona.
Markaðssetning tekur tíma og hún kostar vinnu. Á móti kemur að þetta er með þeim bestu fjárfestingum sem þú getur gert, hvort sem þú kostar til tíma, vinnu eða peningum. Þetta er sú starfsemi innan fyrirtækisins sem aflar viðskipta.

Um markaðsmálin gildir hin klassíska 80-20 regla – eða svokölluð Pareto regla. Í þessu tilfelli þýðir það að góður grunnur er 80% markaðsstarfsins og með góðum grunni verða hin 20% svo miklu auðveldari, hagkvæmari og áhrifaríkari.

Þú þarft að taka þér tíma til að kynnast markhópnum þínum. Hverjir eru bestu viðskiptavinirnir þínir? Á hverju hafa þeir áhuga? Hvers vegna versla þeir? Hvar get ég náð til þeirra og hvernig er best að tala til þeirra.

Þú þarft að stúdera samkeppnina. Ef þú gerir það ekki þá geturðu misst af mikilvægum upplýsingum. Hvað gera þeir vel? Lærðu af því. Hvað gera þeir illa? Gerðu betur. Þú þarft að fylgjast reglulega með þeim, því annars geta þeir læðst aftan að þér og tekið af þér markaðinn á meðan þú ert með hausinn í sandinum ;)

Hver ætlar þú að vera á markaðnum? Hvernig ætlar þú að aðgreina þig og hvað er brandið þitt? Vertu hugrökk/hugrakkur – ekki vera eins og allir hinir og hafðu karakter, en vertu búin(n) að spekúlera vel í því áður.

Þetta eru nokkrir grundvallarhlutir sem eru allt annað en léttvægir og þarf að gefa sér tíma til að skoða vel. Þá fyrst er hægt að fara að skoða hvaða markaðsaðgerðir maður ætlar að nota – og ekki gleyma, þær þurfa líka sinn tíma til að fara að virka ;)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

© 2025 Thoranna.is · Rainmaker Platform

Privacy Policy