Í síðasta blogg pósti talaði ég um hvað jákvæð orka og gott viðmót skipta miklu máli í viðskiptum. Það er nefnilega þannig, að það er alveg saman hvað við erum að kaupa, það er alltaf hjartað sem ræður för. Við veljum hvað við kaupum byggt á tilfinningu. Nú segja einhverjir, “Uss nei, ég tek bara skynsamlegustu ákvörðunina. Kaupi bara byggt á rökhugsun. Hvar fæ ég bestu gæðin á hagkvæmustu kjörunum...” Hmmmmmmmm, já við viljum gjarnan trúa því. En staðreyndin er sú að rökhugsunin kikkar ekki inn fyrr en eftir að tilfiningarnar eru búnar að taka ákvörðunina. Og tilfinningarnar taka … [Read more...]
Hvernig ert þú og þitt fólk?
Jákvæð orka er smitandi. Hún er eiginlega eins og fíkniefni sem við sækjum öll í - nema án slæmu hliðanna. Jákvæð orka er gríðarlega öflugt markaðstól, og markaðstól sem lítil fyrirtæki eiga að mörgu leyti auðveldara með að nýta en hin stóru. Ég er að eðlisfari frekar orkumikil, glaðvær og jákvæð manneskja (auðvitað ekki alltaf, en almennt ;) … ég hef fengið til mín viðskiptavini sem hafa einfaldlega sagt mér að það sé helsta ástæðan fyrir því að þeir kusu að vinna með mér. (Að sjálfsögðu vona ég að það sé nú líka af því að ég er svo svakalega klár í markaðsmálunum og nái svo miklum … [Read more...]
Komdu skipulagi á hlutina!
Hvernig lítur markaðsstarfið framundan út hjá þér? Veistu hvað þú ætlar að gera? Finnst þér þú vera með þetta allt á hreinu og í góðum málum? Þetta er ekki verri tími en hver annar til að koma skipulagi á hlutina. Byrjaðu á því að skrifa niður hvað það er sem þú ætlar að gera í markaðsmálunum reglulega, t.d. á hverjum degi, einu sinni, tvisvar eða þrisvar í viku, einu sinni eða tvisvar í mánuði... Þetta geta verið hlutir eins og að blogga, setja eitthvað inn á Fésbókarsíðuna (2-3 x í viku er það sem Facebook fólkið mælir sjálft með), senda út pósta á x marga sem kynnu að hafa áhuga á því … [Read more...]
Hver getur sagt mér hvort ég er að gera rétt?
Getur þú sagt mér það? Getur hinn sagt mér það? Getur þessi sagt mér það? Þetta er spurning sem við spyrjum oft, í alls konar samhengi, ekki satt? En hver getur sagt manni hvort maður er að gera rétt? Enginn. Sorry... OK. Þetta er ekki alveg svoleiðis. Það getur enginn bara sagt þér það fyrirvaralaust. Það verður að mæla. Mæla, mæla, mæla, mæla, mæla. Þú verður að vita hvað þú ert að gera, hvað þú vilt að það geri og mæla hvort það er að gera það. Það er ekkert “shortcut”. Það er engin einföld leið til að vita hvort maður er að gera rétt í markaðsmálunum önnur en að mæla árangurinn. Já, … [Read more...]
Ertu að tala við mig?
Ég er mikill aðdáandi The Apprentice þáttanna - nei, ekki þessara með Donald Trump, heldur þessara með Sir Alan Sugar sem sýndir eru á BBC1 á miðvikudögum kl. 20:00 - mæli með því að þú kíkir á þá ef þú hefur aðgang að BBC1. Miklu betri en þessir amerísku. Í gær gerði annað liðið klassísk mistök í markaðssetningu. Þau voru ekki búin að ákveða hver markhópurinn fyrir vöruna væri. OK, þau gerðu ýmis önnur mistök (leikritið var eitt!!!), en þessi voru stór og stungu mig í hjartað. Þau bjuggu til kex og kexið átti að vera fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla! (Sjá ca. … [Read more...]