Glossary of Digital Marketing Terms
Hér fyrir neðan hef ég freistað þess að safna saman helstu orðum og hugtökum í stafrænni markaðssetningu bæði á ensku og íslensku (þar sem því verður við komið) og einföldum útskýringum á þeim. Þetta eru fyrstu drög, og ég vona að þú, lesandi góður, takir viljann fyrir verkið. Planið er að bæta listann sífellt, eins mikið og mögulegt er. Aðstoð þín í þeim efnum er ómetanleg, þannig að ef þú, lesandi góður, lumar á hugmyndum um umbætur (s.s. þýðingu eða betri þýðingu, skýrari útskýringu (við viljum samt halda þeim stuttum og hnitmiðuðum) eða finnst vanta eitthvað mikilvægt) þá hvet ég þig eindregið til að hafa samband og ég bæði uppfæri listann og verð þér óendanlega þakklát. Og eins og sagt er á engilsaxnesku, „here we go”:
A/B Testing = A/B próf: Aðferð þar sem tvær útgáfur af vefsíðu, auglýsingu eða öðru eru bornar saman til að sjá hver nær meiri árangri. Þær upplýsingar eru síðan notaðar til að besta efn og bæta árangurinn, hver svo sem tilgangur aðgerðanna er (á ensku er almennt talað um að „optimise conversion rates” þar sem „conversion rate” er ekki endilega sala, heldur hversu margir gera það sem við viljum að þau geri. Þetta getur t.d. verið að skrá sig á póstlista, svara spurningalista eða annað).
Affiliate Marketing = Tengslamarkaðssetning: Markaðssetningarmódel þar sem einstaklingar eða fyrirtæki auglýsa vörur eða þjónustu annarra og fá umboðslaun fyrir hverja sölu.
Algorithm = Algrím: Í stafrænni markaðssetningu má segja að algrím séu reglur eða útreikningar sem leitarvélar, samfélagsmiðlar og auglýsingakerfi nota til að ákvarða hvaða efni á best við og hvernig skal forgangsraða því. Skv. Íðorðabanka Árnastofnunar eru algrím útreikningsaðferð þar sem lausnin er fengin skref-fyrir-skref. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir: „Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður.”
Analytics = Greiningar: Söfnun, mælingar, greiningar og skýrslugjöf gagna í þeim tilgangi að skilja og besta markaðsstarf á netinu.
API = almennt bara kallaður api :) – Application Programming Interface = forritunarviðmót: Reglur sem gera mismunandi forritum kleift að tala við hvort annað og deila gögnum.
B2B: Business-to-Business = fyrirtæki til fyrirtækis / fyrirtækjamarkaður: Viðskiptamódel þar sem vörur og þjónusta eru seldar til annarra fyrirtækja.
B2C: Business-to-Consumer = fyrirtæki til einstaklinga / neytendamarkaður: Viðskiptamódel þar sem vörur og þjónusta eru seldar beint til neytenda.
B2B2C: Fyrirtæki til fyrirtækis til neytenda: Viðskiptamódel þar sem vörur og þjónusta eru seld til fyrirtækja sem svo selja áfram til neytenda.
Bounce Rate: = Hopphlutfall: Hlutfall (prósenta) gesta á vefsíðu sem fara af henni eftir að hafa bara skoðað eina síðu.
Chatbot = Spjallmenni: Forrit sem hannað er til að líkja eftir samtali við manneskju. Oft notað í þjónustu við viðskiptavini eða til að rækta samband við mögulega viðskiptavini (e. lead generation – sjá hér fyrir neðan).
CMS: Content Management System = vefkerfi: Forrit sem gerir notendum kleift að búa til, breyta og halda utanum stafrænt efni, oft notað fyrr vefsíður og blogg.
Content Marketing = Efnismarkaðssetning: Að búa til og dreifa efni sem er gagnlegt og hefur virði fyrir neyta efnisins, gert til að draga að og mynda samband við markhópinn í þeim tilgangi að hvetja til aðgerða sem leiða á endanum til viðskipta og þar með hagnaðar.
Conversion Funnel = Kaupferli / Söluferli: Þau skref sem notandi fer í gegnum frá fyrstu snertingu til kaupa, oft útskýrt myndrænt sem trekt.
Conversion Rate = Aðgerðahlutfall: Hlutfall (prósenta) gesta á vefsíðu sem klára það sem við viljum að þau geri, s.s. að kaupa eða fylla út form.
Conversion = Aðgerð: Sú aðgerð sem við viljum að gestur á vefsíðuna okkar taki, s.s. að kaupa eða fylla út form.
CPA: Cost-Per-Acquisition = Kostnaður við að ná í hvern og einn viðskiptavin: Sá kostnaður sem fylgir því að ná viðskiptavini með ákveðinni markaðsherferð eða -leið (e. channel)
CPC: Cost-Per-Click = Kostnaður við smell: Sú upphæð sem auglýsandi borgar fyrir hvern smell á auglýsinguna þeirra.
CPM: Cost-Per-Mille = Kostnaður per tíðni upp á þúsund: Kostnaðurinn við að auglýsing sé sjáanleg þúsund sinnum.
CPV: Cost-Per-View = Kostnaður við áhorf: Kostnaðurinn við hvert skipti sem auglýsandinn borgar fyrir að horft sé á vídeó, oft notaður í auglýsingaherferðum þar sem notuð eru vídeó.
Crawler = Skríðari: Einnig þekkt sem könguló eða vélmenni. Forrit sem leitarvélar nota til að skanna og skrá vefsíður.
CRM: Customer Relationship Management = Viðskiptatengslastjórnun: Kerfi eða strategía sem notuð er til að halda utanum samskipti og sambönd við viðskiptavini yfir líftíma viðskiptasambandsins.
CRO: Conversion Rate Optimization = Bestun kauphlutfalls: Að nota bestun til að bæta hlutfall þeirra gesta á vefinn sem gera það sem við viljum að þau geri, s.s. að kaupa eða fylla út form (sjá einnig „Conversion” hér fyrir ofan).
CTA: Call-to-Action = Hvatning til aðgerða: Hvatning eða hnappur sem hvetur notendur til að gera ákveðinn hlut, s.s. að „kaupa núna” eða „skráðu þig”.
CTR: Click-Through Rate = Smellihlutfall: Hlutfall notenda sem smella á ákveðinn hlekk eða hnapp af heildarnotendum sem sjá hann. Oft notað til að mæla árangur.
Digital Advertising = Stafrænar auglýsingar: Auglýsing á stafrænum miðlum svo sem leitarvélum, samfélagsmiðlum, vefsíðum eða smáforritum.
Digital Marketing Ecosystem = Vistkerfi stafrænnar markaðssetningar: Líkt og í náttúrunni þá tengjast aðferðir og aðgerðir stafrænnar markaðssetningar og saman mynda þau heild sem er stærri og sterkari en hver og einn partur hennar. Sú heild inniheldur ekki öll tól og tæki stafrænnar markaðssetningar, heldur þau tól og tæki sem við eiga fyrir markaðsstarf viðkomandi fyrirtækis hverju sinni.
Digital Marketing Plan = Áætlun fyrir stafræna markaðssetningu: Skjal sem útskýrir og skráir ítarlega aðgerðir og herferðir sem fyrirtæki mun framkvæma til þess að ná markmiðum sínum í stafræna markaðsstarfinu. Það inniheldur m.a. tímalínur, fjárhagsáætlanir, nákvæmar upplýsingar um markhópa, upplýsingar um þá kanala og markaðsaðgerðir sem notaðar verða, markaðsdagatal, efnisdagatal og lykilmælikvarða.
Digital Marketing Strategy = Stefna í stafrænni markaðssetningu: Alhliða áætlun sem útskýrir hvernig fyrirtæki muni nota stafrænar markaðsaðgerðir á borð við samfélagsmiðla, leitarvélabestun, tölvupóst og vefsíðu til að ná markaðslegum markmiðum. Hún inniheldur m.a. upplýsingar um markhópa, skýr markmið og að velja réttu stafrænu markaðsaðgerðirnar, tækin og tólin til að ná til viðskiptavina og mæla árangurinn af stafræna markaðsstarfinu.
Digital Marketing System = Stafrænt markaðssetningarkerfi: Samþætt kerfi ferla, verkfæra og tækni sem hönnuð eru til að búa til, stjórna og greina stafrænar markaðsaðgerðir. Markaðskerfið styður framkvæmd stefnu í stafrænni markaðssetningu (sjá fyrir ofan) með því m.a. að sjálfvirknivæða aðgerðir, auðvelda söfnun og greiningu gagna og að bæta samskipti og samþættingu á milli hinna ýmsu stafrænu markaðsleiða.
Email Marketing = Markaðssetning með tölvupósti: Notkun á tölvupósti til að senda efni eða auglýsingar á hóp einstaklinga til að byggja upp sambönd, auglýsa vörur og þjónustu eða hvetja til aðgerða (e. conversions – sjá hér fyrir ofan)
Engagement = Samskipti: Hversu mikil gagnvirkni, tengsl eða athygli notendur hafa á ákveðnu efni eða vörumerki.
Funnel building = uppbygging aðgerða markaðsferlis: Að búa til þær aðgerðir og skref og setja upp þau tæki og tól sem kortlögð hafa verið fyrir markaðsferlið (sjá hér „Funnel mapping hér fyrir neðan), til þess að leiða mögulega viðskiptavini að því að framkvæma ákveðnar aðgerðir eða til kaupa. Það felur í sér að búa til efni, tilboð og samskipti á strategískan hátt til þess að næra sambandið við mögulega viðskiptavini (e. leads – sjá „Lead generation” hér fyrir neðan) og hámarka árangur aðgerða (e. conversion rates, sjá hér fyrir ofan) á hverju og einu stigi ferlisins.
Funnel mapping = kortlagning markaðsferlis: Hönnun og kortlagning hvers og eins stigs ferðalags viðskiptavinarins frá fystu vitund til kaupákvörðunar innan markaðs- eða söluferlis (e. sales funnel (sjá hér fyrir neðan) eða conversion funnel (sjá hér fyrir ofan)). Kortlagningin teiknar m.a. upp lykilsnertipunkta, aðgerðir og ákvarðanir sem leiða til þess að viðskiptavinurinn grípur til aðgerða (e. conversions, sjá hér fyrir ofan) og hjálpar markaðsfólki að besta aðgerðir til þess að leiða viðskiptavininn í gegnum hvert og eitt skref ferðalagsins.
Gamification = Leikjavæðing: Samþætting eiginleika leikja og tengdrar tækni í samhengi við efni sem alla jafna inniheldur ekki leik, svo sem markaðsherferðir og notendaupplifanir.
Generative AI = Spunagervigreind eða skapandi gervigreind: = Djúplærdómsmódel sem getur búið til efni af háum gæðum, þ.á.m. texta, myndir og annað efni, byggt á þeim gögnum sem þau eru þjálfuð með (skilgreining frá IBM). Dæmi um slík gervigreindarforrit eru ChatGPT og Gemini.
Geofencing = Afmörkun miðunar út frá staðsetningu: Að tryggja að auglýsing birtist eingöngu innan ákveðins landfræðilegs svæðis.
Geotargeting = Staðsetningarmiðun: Þegar efni eða auglýsingu er miðað á ákveðinn hóp byggt á staðsetningu þeirra.
Hashtag = Myllumerki: Orð eða orðasamband með tákninu ‘#’ á undan, notað á samfélagsmiðlum til að flokka efni og gera öðrum kleift að uppgötva það.
Heatmap = Hitamöppun: Þegar sett eru fram á sjónrænan hátt gögn sem sýna hvar á vefsíðu eða smáforriti notendur beita helst athygli sinni eða grípa til aðgerða.
Impressions = Tíðni: Hversu oft auglýsing eða efni er sýnt eða séð.
Inbound Marketing = Markaðssetning sem dregur að: Nálgun í markaðssetningu sem fókusar á að laða að viðskiptavini með efni,á samfélagsmiðlum og leitarvélum.
Influencer Marketing = Markaðssetning með áhrifavöldum / Áhrifavaldamarkaðssetning: Strategía sem felur í sér samstarf við áhrifamikla einstaklinga á samfélagsmiðlum til að auglýsa vörur og þjónustur til fylgjenda þeirra.
Influencer = Áhrifavaldur: Einstaklingur sem hefur sýnileika á netinu og stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum og hefur vald til að hafa áhrif á skoðanir og hegðun fylgjenda sinna.
Keyword Density = Þéttleiki leitarorða: Hlutfall þess sem leitarorð eða leitarorðasamband birtast á vefsíðu í samanburði viðheildarfjölda orða á síðunni.
Keyword Research = Leitarorðagreining: Aðferð til að finna og greina þau leitarorð og leitarorðaasambönd sem notendur nota í leit, til þess að nýta þau til bestunar efnis og til að komast hærra í leitarvélaniðurstöðum.
Keywords = Leitarorð: Orð eða orðasambönd sem sem notuð eru um meginefni eða þema vefsíðu og efnis og er notað til að besta til að ná sem hæst í niðurstöðum leitarvéla, eða fyrir miðun í leitarvélamarkaðssetningu.
KPI = Key Performance Indicator = Lykilárangursmælikvarðar: Mælanlegt gildi sem sýna fram á árangur fyrirtækis eða herferðar við að ná ákveðnu markmiði.
Landing Page = Lendingarsíða: Vefsíða sem er sérstaklega hönnuð til að ná athygli gesta á vefnum og hvetja þau til að grípa til ákveðinnar aðgerðar.
Lead Generation = : Leið til að ná til markhópsins og leiða þau inn í kaupferlið (e. funnelinn, eða kauptrektina). Oft notað í þjónustu við viðskiptavini eða til að rækta samband við mögulega viðskiptavini.
Mobile Marketing = Markaðssetning í gegnum snjalltæki: Markaðsaðgerðir gerðar til þess að ná til og eiga samskipti við notendur snjalltækja s.s. síma og spjaldtölva.
Mobile Optimization = Bestun fyrir snjalltæki: Að besta vefsíðu eða stafrænt efni svo að notendaupplifun í gegnum snjalltæki sé sem áhrifaríkust.
Multichannel Marketing = Samþætt markaðsherferð: Markaðsherferð sem notar margar leiðir og snertipunkta til að ná til og eiga samskipti við markhópinn.
Native Advertising = : Auglýsingar sem blandast við efni og hönnun vefsíðu eða annarskonar vefsvæðis og samþættir þær þannig við notendaupplifunina.
Organic Reach = Frí dekkun: Fjöldi einstakra notenda sem sjá efni án þess að borgað sé fyrir sýnileika með nokkrum hætti.
Organic Traffic = Frí veftraffík: Fjöldi gesta á vefinn sem koma í gegnum fríar leitarniðurstöður.
Paywall = Greiðsluveggur: Fídus sem kemur í veg fyrir aðgengi að efni nema að greitt sé fyrir aðganginn ýmist með einni greiðslu eða áskrift.
Persona = Persóna: Skálduð útgáfa af manneskju sem er dæmigerð fyrir ákveðinn markhóp, byggt á lýðfræðilegum breytum, atferli, hegðun og öðrum þáttum sem við eiga.
Personalization = Persónusnið – að persónusníða: Að sníða efni, tilboð eða upplifun að ákveðinni þörf, eiginleikum eða óskum einstakra notenda.
PPC: Pay-Per-Click = Borgað fyrir smell: Auglýsingamódel þar sem auglýsandinn borgar í hvert skipti sem smellt er á auglýsinguna. Algengt er að þetta sé notað í auglýsingum á leitarvélum.
QR Code = QR kóði: Ákveðin tegund strikamerkis sem hægt er að skanna með myndavél í snjallsíma til að fá aðgang að upplýsingum eða vefsíðu á auðveldan og fljótlegan hátt.
Remarketing = Endurmarkaðssetning: Auglýsingataktík sem felur í sér að miða á aðila sem hafa áður heimsótt vefsíðu eða sýnt áhuga á vöru eða þjónustu með efni í samræmi við það.
Retargeting = Endurmiðun: Að miða auglýsingum á notendur sem hafa áður heimsótt eða notað vefsíðu eða smáforrit.
Rich Media = : Stafrænt efni sem nýtir fjölbreyttar aðferðir á borð við hljóð, vídeo eða gagnvirka fídusa, og skapar þannig betri og ríkari notendaupplifun.
ROAS: Return on Ad Spend = Arðsemi auglýsingafjárfestingar: Mælieining sem mælir þær tekjur sem skapast af hverjum dollara / hverri krónu (/þeim gjaldmiðli sem við á) sem fjárfest er í auglýsingaherferð. Notað til að meta árangur auglýsingaherferðinnar.
ROI: Return on Investment = Arðsemi (fjárfestingar): Mælieining sem mælir hagnað af fjárfestingu, oft notuð til að meta árangur af markaðsherferðum.
SaaS: Software-as-a-Service = Hugbúnaðaráskrift: Viðskiptamódel sem selur leyfi og veitir aðgang að hugbúnaði sem þjónustu í gegnum veraldarvefinn. Almennt í formi áskriftar.
Sales Funnel = Kaupferli / Söluferli: Þau skref sem notandi fer í gegnum frá fyrstu snertingu til kaupa, oft útskýrt myndrænt sem trekt. (sjá einnig „conversion funnel” hér fyrir ofan).
Segmentation = Hlutun: Að skipta markaði eða markhóp upp í frekari aðgreinda hópa byggt á lýðfræði, áhugamálum, kaupendahegðun eða öðru.
SEM: Search Engine Marketing = Leitarvélamarkaðssetning: Auglýsingar á leitarvélum sem ætlað er að keyra traffík inn á vefsíðu með því að auka sýnileikann á þeim.
SEO: Search Engine Optimization = Leitarvélabestun: Bestun á vefsíðu og efni hennar til að bæta sýnileika á leitarvélum með því að komast sem efst í leitarniðurstöðum.
SERP: Search Engine Results Page = Leitarniðurstöður: Vefsíðan sem sýnir niðurstöður leitar á leitarvél með því að sýna lista yfir þær vefsíður sem við eiga.
Social Listening = Hlustun á samfélagsmiðlum: Vöktun og greining á samfélagsmiðlum til að öðlast innsýn í umtal um vörumerki, umsagnir og endurgjöf viðskiptavina og þróun á markaðnum.
Social Proof = Sönnun samþykkis: Þegar fólk treystir á orð og aðgerðir annarra til að leiðbeina eða sannreyna hlutina og hjálpa þeim þannig við ákvarðanatöku.
SoMe: Social Media Marketing = Markaðssetning á samfélagsmiðlum: Notkun samfélagsmiðla til að auglýsa vörur, þjónustu eða efni og eiga samskipti við markhópinn.
Trending = : Efni, umfjöllunarefni eða myllumerki sem eru vinsæl hverju sinni, ná marktækri athygli og skapa umræðu á samfélagsmiðlum.
UGC: User-Generated Content = Efni sem framleitt er af notendum: Efni sem notendur eða viðskiptavinir búa til, svo sem umsagnir, meðmæli eða póstar á samfélagsmiðlum.
UI: User Interface = Notendaviðmót: Útlitseiginleikar eða gagnvirkni þess viðmóts sem mætir notendum þegar þau nota vöru eða þjónustu.
URL: Uniform Resource Locator = Vefslóð: Veffangið sem tilgreinir hvar hlutir á borð við vefsíðu eða skrá eru á netinu, s.s. thoranna.is.
UX: User Experience = Notendaupplifun: Heildarupplifun notanda þegar hún/hann/hán notar vefsíðu eða stafræna vöru. Þetta eru m.a. þættir á borð við hversu auðvelt er að nota vefsíðuna eða vöruna, hönnun og leiðarkerfi.
Video Marketing = Markaðssetning með myndböndum/vídeóum: Notkun myndbanda til að auglýsa vöru, þjónustu eða vörumerki, oft deilt á samfélagsmiðlum, þ.m.t. YouTube.
Viral Marketing = Sjálfvirk dreifing markaðsefnis: Markaðsaðgerð sem reynir að búa til efni sem dreifist fljótt og verður mjög vinsælt á netinu með dreifingu á samfélagsmiðlum og með því að efninu er deilt á milli fólks með öðrum hætti.
Web Analytics = Vefgreiningar: Söfnun, mælingar, greiningar og skýrslugerð gagna til að skilja og besta frammistöðu vefsíðu og notendahegðun.
Webinar = Vefnámskeið: Námskeið eða kynning sem veitt er í gegnum netið og er ýmist „live” eða tekið upp fyrirfram. Þetta gerir mögulegt að deila þekkingu með og eiga samskipti við markhópinn yfir netið.
White Hat SEO = Siðferðileg leitarvélabestun: Siðferðilega réttar og löglegar aðgerðir, sem fylgja leiðbeiningum leitarélarinnar, notaðar til að auka sýnileika vefsíðu og komast hærra í leitarvélaniðurstöðum. „Black hat” er hinsvegar þegar notaðar eru ósiðferðilegar og óprúttnar aðgerðir til að ná sama árangri.
Word-of-Mouth = Orðspor: Þegar upplýsingar, meðmæli eða skoðanir á vöru eða þjónustu dreifast á milli fólks, einkum í gegnum samtöl.
XML Sitemap = Veftré: Skrá þar sem listaðar eru allar síður og efni sem eru á vefsíðu. Skráin hjálpar leitarvélum að skríða í gegnum og skrá vefsíðuna á skilvirkari hátt.
ZMOT: Zero Moment of Truth = Núllstund sannleikans: Sá hluti ferðalags viðskiptavinar þegar mögulegar viðskiptavinur kynnir sér og safnar upplýsingum um vöru eða þjónustu áður en viðkomandi tekur kaupákvörðun.