Nr. 1 – ímyndin er algjörlega í takt við staðsetninguna á markaðnum. Þeir hefðu getað verið með voðalega sætan lítinn grís, eins og t.d. þennan:
Nr. 2 – Grísinn er langlífur. Bónus er alltaf eins. Nákvæmlega eins. Við vitum nákvæmlega hvernig þeir líta út, alltaf, alls staðar. Grísinn, guli bakgrunnurinn, auglýsingarnar með myndum af fullt af vörum þar sem lágu verðunum er skellt beint framan í þig. “Bónus býður betur” ár eftir ár eftir ár eftir ár.
Þó að maður verði sjálfur oft leiður á auglýsingunum sínum af því maður er alltaf að vinna með þær, þá þýðir það ekki að fólkið þarna úti sé það. Það sér þig miklu sjaldnar og eina leiðin til að stimpla sig inn í huga þeirra og vinna traust þeirra er að vera stöðugt sjáanlegur og vera stöðugt eins. Sama útlitið, sömu skilaboðin aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og … ok, þú skilur hvað ég meina ;)