Hann er ekki sá sætasti, er það? Og við höfum öll okkar skoðanir á fyrirtækinu, fyrrum eigendum o.s.frv. Eeeeeeeeeen það verður ekki af þeim tekið að þetta er snilldar markaðssetning. Það er sérstaklega tvennt sem ég vil nefna sem er svo snilldarlegt við þetta. Nr. 1 - ímyndin er algjörlega í takt við staðsetninguna á markaðnum. Þeir hefðu getað verið með voðalega sætan lítinn grís, eins og t.d. þennan: ...en hann hefði ekki sagt manni að þetta væri ódýrasta búðin. Til þess er miklu betra að vera með hálf illa teiknaðan grís, sem virðist vera með glóðarauga, einfaldan og beint í mark. … [Read more...]
Ég vil ekki vera vinur þinn
Ekkert persónulegt og ekkert illa meint, en ég vil ekki vera vinur þinn ef þú ert fyrirtæki, félagasamtök, vara, þjónusta, frægur persónuleiki sem ég þekki ekki persónulega … ...þ.e. þá vil ég ekki vera vinur þinn á Facebook. Við fáum öll reglulega Facebook vinarbeiðnir frá einhverju af ofangreindu, einhverju öðru en einstaklingum. Fæst okkar gera sér grein fyrir því af hverju þau eiga ekki að vilja vera vinir okkar og af hverju við ættum ekki að “adda” þeim. Og allt of mörg þeirra sem sjá um Facebook fyrir fyrirtækin sín, vörur o.s.frv. gera sér ekki grein fyrir mistökunum … [Read more...]
Ég hef framið dauðasynd
Skv. boðorðunum hef ég framið dauðasynd. Þ.e. skv. boðorðum markaðsfræðinnar hef ég framið dauðasynd. Ég hef ekki skrifað bloggfærslu síðan 11. apríl. Það er að slaga upp í mánuð. Það er engin afsökun að í millitíðinni var páskafrí, það er engin afsökun að í millitíðinni sá ég um komu þekkts fyrirlesara til landsins og vann í kringum þann viðburð, það er engin afsökun að ég var a vinna að öðrum stórum viðburði fyrir vinnuveitanda minn. Það er engin afsökun að ég var að vinna, sjáum fjölskylduna, fara á skíði, fara á Aldrei fór ég suður :) … Ja, ég hefði verið að fremja dauðasynd ef ég væri að … [Read more...]
Hverjar eru tengingarnar þínar?
Þegar þú, varan þín eða fyrirtækið þitt eru nefnd, hvað kemur upp í hugann? Hvaða myndir, orð, litir, atburðir, tákn o.s.frv. birtast í huga fólks? Skiptir það máli? Ó já, það skiptir máli. Það sem kemur upp í huga fólks er hluti af brandinu þínu. Margir hafa heyrt talað um brand. Einhvern veginn hefur ekki náðst að þýða þetta orð almennilega yfir í íslensku, svo að blæbrigði þess og full merking náist. Notað hefur verið orðið mörkun, en persónulega finnst mér það ekki virka og vera of afmarkað. Ég hef yfirleitt kosið að nota orðið ímynd, ef ég tala ekki bara hreinlega um brand. … [Read more...]
Eigum við að versla heima?
Reglulega skella fyrirtæki fram auglýsingum sem hvetja fólk til að versla heima. Þetta á við bæði almennt um að versla íslenskt, eða að versla í heimabyggð. Ég er mjög fylgjandi því, að öllu jöfnu, að versla í heimabyggð og að versla íslenskt. Ég versla alltaf heima og íslenskt þegar ég get. Ég er t.d. sérstaklega stolt af íslenska grænmetinu okkar, kaffinu hennar Addýar í Kaffitár og vörunum úr Bláa Lóninu. En lykilorðin hér fyrir ofan eru “að öllu jöfnu”. Þ.e. ef að vörurnar eða þjónustan eru sambærileg að verði, gæðum og þjónustu, þá vel ég að versla heima. Það hinsvegar fer … [Read more...]