This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for Thoranna

Komdu skipulagi á hlutina!

Hvernig lítur markaðsstarfið framundan út hjá þér? Veistu hvað þú ætlar að gera? Finnst þér þú vera með þetta allt á hreinu og í góðum málum? Þetta er ekki verri tími en hver annar til að koma skipulagi á hlutina. Byrjaðu á því að skrifa niður hvað það er sem þú ætlar að gera í markaðsmálunum reglulega, t.d. á hverjum degi, einu sinni, tvisvar eða þrisvar í viku, einu sinni eða tvisvar í mánuði... Þetta geta verið hlutir eins og að blogga, setja eitthvað inn á Fésbókarsíðuna (2-3 x í viku er það sem Facebook fólkið mælir sjálft með), senda út pósta á x marga sem kynnu að hafa áhuga á því … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

Hver getur sagt mér hvort ég er að gera rétt?

Getur þú sagt mér það? Getur hinn sagt mér það? Getur þessi sagt mér það? Þetta er spurning sem við spyrjum oft, í alls konar samhengi, ekki satt? En hver getur sagt manni hvort maður er að gera rétt? Enginn. Sorry...   OK. Þetta er ekki alveg svoleiðis. Það getur enginn bara sagt þér það fyrirvaralaust. Það verður að mæla. Mæla, mæla, mæla, mæla, mæla. Þú verður að vita hvað þú ert að gera, hvað þú vilt að það geri og mæla hvort það er að gera það. Það er ekkert “shortcut”. Það er engin einföld leið til að vita hvort maður er að gera rétt í markaðsmálunum önnur en að mæla árangurinn. Já, … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

Ertu að tala við mig?

ertu að tala við mig - thoranna.is

Ég er mikill aðdáandi The Apprentice þáttanna - nei, ekki þessara með Donald Trump, heldur þessara með Sir Alan Sugar sem sýndir eru á BBC1 á miðvikudögum kl. 20:00 - mæli með því að þú kíkir á þá ef þú hefur aðgang að BBC1. Miklu betri en þessir amerísku. Í gær gerði annað liðið klassísk mistök í markaðssetningu. Þau voru ekki búin að ákveða hver markhópurinn fyrir vöruna væri. OK, þau gerðu ýmis önnur mistök (leikritið var eitt!!!), en þessi voru stór og stungu mig í hjartað. Þau bjuggu til kex og kexið átti að vera fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla! (Sjá ca. … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

Kannt þú hugsanalestur?

Finnur þú á þér hvað fólk vill? Sérð þú myndirnar í höfðinu á næsta manni? Ég leyfi mér að giska: nei. Finnst þér þá líklegt að aðrir geri það? Heldurðu að það væri ekki áhrifaríkar að nota viðurkennda samskiptamáta eins og ritað og talað mál, já og kannski vel valdar myndir, til að gera fólki ljóst hvað það er sem þú vilt að það geri? Starfsfólki á auglýsingastofum er rosalega oft gert að stunda hugsanalestur, hvort sem það eru hugmyndasmiðir, textasmiðir, grafískir hönnuðir eða viðskiptastjórar. Meðal hugsana sem ætlast er til að það lesi er t.d.: Hversu stórar eða litlar … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

AIDA tralala – neiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ekki óperan!

AIDA - thoranna.is

Þegar þú ert að skipuleggja markaðsaðgerðirnar þínar þarftu að hafa í huga hvað þú vilt að þær geri. Það er ekki raunhæft að ætla öllum markaðsaðgerðum að loka sölunni - í raun eru það mjög fáar oft sem loka sölunni. Talað er um AIDA ferlið, en það er það ferli sem fólk fer í gegnum þegar það íhugar kaup á vöru eða þjónustu. AIDA stendur fyrir: Awareness - vitund um vöruna eða þjónustuna Interest - áhugi á vörunni eða þjónustunni Desire - löngun í vöruna eða þjónustuna Action - framkvæmdin - að kaupa vöruna eða þjónustuna Spáðu í það á hvaða stigi viðskiptavinurinn er þegar … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt

  • « Previous Page
  • 1
  • …
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • Next Page »
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

© 2025 Thoranna.is · Rainmaker Platform

Privacy Policy