Það er því miður ekki of oft sem maður kemst í tæri við fyrirtæki sem maður vill segja frá af jákvæðum ástæðum - en ég fann eitt í morgun. Eins og svo margir aðrir, ekki síst við stelpurnar sem búnar erum að koma í heiminn einhverjum börnum, þá er ég krónískt með í bakinu. Ég er búin að prófa ýmislegt, með misgóðum árangri, og ákvað að nú ætlaði ég að prófa að fara til kírópraktors. Ég byrjaði að skrifa einn bloggpóst um þessa reynslu - en þegar ég var komin af stað, þá sá ég að það er svo margt sem hægt er að læra af henni að ég ætla að taka bara hvert atriði fyrir sig, almennilega - og … [Read more...]
Hver kaupir?
Hefur þú spáð í það hver kemur að því að ákveða hvort að varan þín eða þjónustan er keypt? Við erum mikið að spá í hvað hefur áhrif á ákvörðunina um það hvað er keypt, en við hugum kannski sjaldan almennilega að því hverjir það eru ... Það er nefnilega ekki alltaf sá sem kaupir sem ákveður hvað og hvort á að kaupa, og ekki endilega sá sem neytir vörunnar sem tekur ákvörðunina heldur. Skoðaðu myndina hér fyrir neðan: Einhver fær hugmyndina að því að kaupa eitthvað. Oftar en ekki er leitað ráða eða álits hjá einhverjum. Einhver tekur ákvörðunina hvort, hvað, hvernig og hvar og … [Read more...]
Kjarni málsins
Hvað gerir þú? Hvað er það sem þú gerir fyrir viðskiptavini þína? - geturðu svarað því í einni stuttri setningu? Ef þú getur ekki komið því skýrt frá þér, hvernig eiga aðrir að hafa skýra hugmynd um það hvað þú gerir? Og ef þú ert ekki með það á hreinu hvað kjarninn er í því sem þú gerir, hvernig ætlarðu að meta ný tækifæri? Við hvað ætlarðu að miða þegar einhver kemur með nýja hugmynd að einhverju sem fyrirtækið gæti gert. Ætlarðu að elta allar hugmyndir út um hvippinn og hvappinn, hugmynd dagsins, hugmynd vikunnar eða hugmynd mánaðarins - og verða eitt af þessum fyrirtækjum sem ætlar að … [Read more...]
Tilfinningarnar ráða för
Í síðasta blogg pósti talaði ég um hvað jákvæð orka og gott viðmót skipta miklu máli í viðskiptum. Það er nefnilega þannig, að það er alveg saman hvað við erum að kaupa, það er alltaf hjartað sem ræður för. Við veljum hvað við kaupum byggt á tilfinningu. Nú segja einhverjir, “Uss nei, ég tek bara skynsamlegustu ákvörðunina. Kaupi bara byggt á rökhugsun. Hvar fæ ég bestu gæðin á hagkvæmustu kjörunum...” Hmmmmmmmm, já við viljum gjarnan trúa því. En staðreyndin er sú að rökhugsunin kikkar ekki inn fyrr en eftir að tilfiningarnar eru búnar að taka ákvörðunina. Og tilfinningarnar taka … [Read more...]
Hvernig ert þú og þitt fólk?
Jákvæð orka er smitandi. Hún er eiginlega eins og fíkniefni sem við sækjum öll í - nema án slæmu hliðanna. Jákvæð orka er gríðarlega öflugt markaðstól, og markaðstól sem lítil fyrirtæki eiga að mörgu leyti auðveldara með að nýta en hin stóru. Ég er að eðlisfari frekar orkumikil, glaðvær og jákvæð manneskja (auðvitað ekki alltaf, en almennt ;) … ég hef fengið til mín viðskiptavini sem hafa einfaldlega sagt mér að það sé helsta ástæðan fyrir því að þeir kusu að vinna með mér. (Að sjálfsögðu vona ég að það sé nú líka af því að ég er svo svakalega klár í markaðsmálunum og nái svo miklum … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- Next Page »