Eftirfarandi grein birtist í sérblaði Viðskiptablaðsins í tilefni af 25 ára ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu þann 11. apríl 2024.
Nýlega sagði Sam Altman, forstjóri OpenAI, fyrirtækisins á bak við ChatGPT, að 95% þeirra verkefna sem í dag eru unnin af markaðs- og auglýsingastofum og sérfræðingum í strategíu verði unnin af gervigreind. Hann lýsir heimi þar sem gervigreindin er ekki bara mikilvæg heldur ráðandi í markaðsstarfinu.
Gervigreindarforrit á borð við ChatGPT og Jasper eru að endurskilgreina markaðsstarfið, en við erum rétt að byrja að sjá hvað gervigreindin getur gert. Í dag getur hún unnið allt frá greiningu gríðargagna til einfaldra verkefna eins og sjálfvirkra stærðarbreytinga á myndum. Á morgun, hver veit? Einu takmarkanirnar eru ímyndunaraflið okkar.
Gervigreind fyrir alla
Frá upphafi hefur stafræn markaðssetning þróast hratt. Í dag þykir okkur ekki tiltökumál að risar á borð við Google og Meta noti gervigreind m.a. fyrir uppboð og bestun auglýsinga á netinu. Með tilkomu gervigreindarlausna á borð við ChatGPT hefur þróunin í markaðsstarfinu náð ljóshraða. Það sem meira er, gervigreindin hefur verið sett í hendur okkar allra.
Frá strúktúr til flæðis
ChatGPT, Gemini, Claude o.fl. eru dæmi um skapandi gervigreind. Hún getur búið til texta, myndir, myndbönd, kóðað og jafnvel samið tónlist. Áður var almennt notast við ákvarðanatré sem forritarar höfðu skilgreint með „ef þetta þá þetta” reglum. Möguleikarnir voru þannig takmarkaðir við þann ramma sem forritarinn hafði sett. Skapandi gervigreind þarf bara upplýsingarnar en getur síðan nýtt þær óháð reglum. Þessi grundvallarmunur fjarlægir rammann og möguleikarnir verða óendanlegir. Gervigreindin er samt ekki fullkomin, frekar en við mannfólkið. Hún veit bara það sem henni hefur verið sagt og kennt, hún getur misskilið og stundum svarað með bulli. En við mannfólkið eigum líka til að gera það.
Frá sjálfvirknivæðingu til sköpunar
Sjálfvirknivæðing og aukin afkastageta með gervigreind gefa okkur meiri tíma fyrir sköpun og strategíu. Með samstarfi manneskju og skapandi gervigreindar má enn frekar…