Eftir rúm 20 ár í markaðsmálum og lungann úr þeim í stafrænum, leggur Þóranna nú sérstaklega áherslu á stefnumótun og áætlunargerð í stafrænni markaðssetningu, efnismarkaðssetningu, markaðssetningu með tölvupósti, notkun gervigreindar í markaðsstarfinu auk kortlagningar og uppbyggingar sölutrektar/kaupferlis (e. funnels). Lykillinn er alltaf heildstæð nálgun þar sem allt spilar saman til að ná hámarks árangri með lágmarks fjárfestingu. Þóranna hefur einnig mikla þekkingu og reynslu af öðrum hlutum stafræns markaðsstarfs, s.s. markaðssetningu á samfélagsmiðlum, leitarvélabestun og auglýsingum, sem allt eru hluti af vistkerfi stafrænnar markaðssetningar.
Þóranna er sérstaklega sterk þegar kemur að uppbyggingu stafræns markaðsstarfs, hvort sem verið er að byggja það frá grunni eða endurhugsa og -byggja upp fyrirliggjandi markaðsstarf. Hún hefur sérstakan hæfileika til að sjá fljótt hvað þarf að laga og hvar tækifæri eru til umbóta.
Að auki er Þóranna reyndur textasmiður þegar kemur að „direct response copy” fyrir vefinn og texta í lykilpósta í markaðssetningu með tölvupósti. Slík textagerð er sérhæfð og nýtir ýmsar formúlur og aðferðir sem ekki eru notuð í almennum skrifum.
Frá því í kringum hrun hefur Þóranna verið mjög virk í startup- og nýsköpunarsenunni þar sem hún hefur bæði unnið innan fyrirtækja, sem ráðgjafi og sem mentor til margra ára. Í dag er hún mentor hjá Klak VMST auk þess að vera Angel Ambassador hjá Nordic Ignite fjárfestingasjóðnum, þar sem hún tekur þátt í að meta fjárfestingakosti og mentora þau fyrirtæki sem fjárfest er í.
Þóranna er reyndur fyrirlesari, hefur kennt víða, og hefur skrifað bókaröð um markaðsmál fyrir startup og lítil fyrirtæki.
Eftir að hafa lokið MBA með áherslu á strategíska markaðsstjórnun frá University of Westminster hóf Þóranna störf hjá alþjóðlegu auglýsingastofunni Publicis í London. Síðan þá hefur hún unnið báðum megin við borðið (á stofum og innan markaðsdeilda), sett upp og rekið frumkvöðlasetur í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, átt og rekið sitt eigið fyrirtæki í upplýsingatækni, en hefur lengst af starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og verkefnastjóri. Hún var markaðs- og kynningarstjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, sem svæðisstjóri á Íslandi sá hún um uppsetningu á ASP sölu- og þjónustuskrifstofu fyrir Meta (eigendur Facebook, Instagram o.fl.) og var Senior Digital Strategist hjá The Engine Nordic en hefur nú snúið aftur á sinn heimavöll sem ráðgjafi og verkefnastjóri.
Eins og Þóranna sjálf orðar það tilheyrir hún kirkju Peter Drucker þegar kemur að markaðsmálunum:
„…markmiðið með markaðssetningu er að gera sölumennsku óþarfa. Markmiðið með markaðssetningu er að þekkja og skilja viðskiptavininn svo vel að varan eða þjónustan henti honum og selji sig sjálf. Þegar best lætur leiðir markaðssetning til þess að viðskiptavinurinn er tilbúinn til að kaupa. Allt sem á að þurfa að gera er að sjá til þess að hægt sé að fá vöruna eða þjónustuna.”
Smelltu hér til að sjá LinkedIn prófíl Þórönnu og sendu henni tengingarbeiðni.
Til að vinna með Þórönnu eða bóka fyrirlestur eða vinnustofu sendu henni línu á thoranna(a)thoranna.is og hún hefur samband til að ræða hvernig þið getið sem best unnið saman.
Frá Þórönnu: Það er ástæða til að taka fram að ég fékk annan aðila til að skrifa þennan texta – enda skrýtið ef ég hefði skrifað hann sjálf í þriðju persónu. 🙂