Forvitni, sköpun og lausnamiðuð hugsun hafa alla tíð einkennt mig og nýst viðskiptavinum mínum vel. Á síðustu 20 árum hef ég byggt upp víðtæka þekkingu og reynslu í stefnumótun, markaðssetningu, viðskiptaþróun og verkefnastjórnun. Ég greini fljótt hvað þarf að laga, hvað má betra og hvaða tækifæri eru til staðar – og þá kemur sér vel að ég er á heimavelli þegar ég þarf að byggja upp, breyta eða bæta. Þannig stuðla ég að því að fyrirtæki nái stöðugt betri árangri.
Bakgrunnur og nálgun
Fjölbreyttur ferill – allt frá alþjóðlegum auglýsingastofum til sprotafyrirtækja, eigin reksturs, háskólakennslu og ráðgjafar – hefur kennt mér að sjá heildarmyndina og kafa ofan í þau smáatriði sem skipta máli. Ég er hugmyndarík og hugsa stórt, en nálgun mín er alltaf skýr og framkvæmanleg. Ég hef verið virk í nýsköpunarumhverfinu frá því í kringum hrun, bæði innan fyrirtækja, sem ráðgjafi og sem mentor. Ég er reyndur fyrirlesari, hef kennt víða og skrifað bókaröð um markaðsmál fyrir lítil fyrirtæki.
Það sem ég geri best
✔ Stefnumótun & viðskiptaþróun: Hjálpa fyrirtækjum að greina stöðuna, sjá tækifæri og vaxtarmöguleika og skipuleggja næstu skref. ✔ Markaðssetning & framkvæmd: Byggja upp stefnu, ferla og kerfi sem gera markaðsstarfið árangursríkt og sjálfbært. ✔ Tækni & gervigreind: Aðstoða fyrirtæki við að nýta stafrænar lausnir og gervigreind á skilvirkan hátt, einkum í markaðsstarfinu. ✔ Mentor & ráðgjafi: 15+ ára reynsla af því að styðja sprotafyrirtæki til árangurs. Mentor hjá Klak VMS og Angel Ambassador hjá Nordic Ignite fjárfestingasjóðnum. ✔ Verkefnastjórnun & skipulag: Þróa, skipuleggja og stýra verkefnum frá hugmynd til framkvæmdar.
Hugmyndafræðin
Ég greini, móta stefnu, skipulegg og framkvæmi – í þessari röð. Það dugar ekki að hafa stefnu; hún þarf að vera raunhæf og framkvæmanleg. Ég hef brennandi áhuga á að leysa vandamál, nýta tækifæri og hrinda hugmyndum í framkvæmd. Mín mesta ánægja er að sjá viðskiptavini mína ná árangri.
Dæmi um verkefni
✅ Stefnumótun & viðskiptaþróun: Hjálpa fyrirtækjum að skýra stefnu sína og ná raunverulegum árangri. ✅ Byggi frá grunni: Frumkvöðlasetur, ráðstefnur, átaksverkefni, stafrænar lausnir, markaðsverkefni og margt fleira. ✅ Gervigreind & tækni í rekstri: Aðstoða fyrirtæki við að finna hagnýtar leiðir til að nýta AI og stafræna tækni. ✅ Mentor & fjárfestingar: Unnið með fjölda sprotafyrirtækja að þróun og markaðssetningu. Tek þátt í að meta fjárfestingakosti og mentora fyrirtæki hjá Nordic Ignite. ✅ Stýri stórum verkefnum & skipulagt árangursríkar aðgerðir: Frá alþjóðlegum viðburðum yfir í markaðsverkefni.
Tölum saman!
Ég vinn með fyrirtækjum sem eru tilbúin til að vaxa og ná árangri. Hafðu samband til að ræða hvernig ég get hjálpað þér að ná þínum markmiðum.
thoranna@thoranna.is | linkedin.com/in/thoranna