Ertu algjörlega með stjórn stafrænu markaðsmálanna á hreinu?
Til að ná hámarksárangri út úr stafræna markaðsstarfinu þínu þarftu vita nákvæmlega:
- Hvaða markmiðum þú vilt ná
- Hvernig þú ætlar að ná markmiðunum
- Hvað þú þarft til að ná þeim
- Hvort að markaðsaðgerðirnar eru að ná tilætluðum árangri
- Hvernig þú getur bætt árangurinn
- Hvernig þú getur gert allt þetta með sem minnstu fjármagni, tíma og orku
Of oft sitja brýn verkefni, sem ekki virðast bráðnauðsynleg, á hakanum – eins og mótun stefnu, áætlunargerð og kerfisbundin nálgun. Þetta getur orðið til þess að þú eyðir meira fjármagni, tíma og orku en þú þarft en nærð mun minni árangri þrátt fyrir það.
Hvort myndirðu frekar vilja:
- Eyða 80% af fjármagni, tíma og orku í ómarkvissar aðgerðir sem ná bara 20% af mögulegum árangri?
- Fjárfesta skipulega í 20% af því sem þú eyðir núna til að byggja sterkan grunn sem skilar 80% af árangrinum?
Svona vinnum við saman:
Ég leiðbeini ykkur í gegnum stefnumótun, áætlunargerð og hönnun og uppsetningu markaðskerfisins. Þetta snýst ekki um að ég sjái um það; þetta snýst um að þú og þitt fólk hafið fullkomnan skilning á markaðsstarfinu og að þið eigið það.
Hvað felst í þjónustunni?
- Stefna: Heildstæð markaðsstefna sérsniðin að ykkar markmiðum.
- Áætlun: Ítarlegar aðgerðaráætlanir með tímasetningum, fjárhagsáætlun, markmiðum og lykilmælikvörðum.
- Kerfi: Samþætting á ferlum, verkfærum og tæknilegum lausnum sem eru hönnuð til að hámarka skilvirkni og áhrif.
Næstu skref:
Ertu tilbúin/n/ð til að takast á við þessi 20% af vinnunni sem skila 80% af árangrinum? Hafðu samband til að ræða hvernig við getum gert stafræna markaðsstarfið þitt hagkvæmara og áhrifaríkara.
Stafræn markaðsstefna
Markaðsstefnan er grunnurinn sem allt annað í stafræna markaðsstarfinu byggir á. Hún skilgreinir*:
- Skýr markmið: Við ákveðum nákvæmlega hverju þú vilt ná fram og hvernig árangurinn er mældur.
- Réttu markaðsaðgerðirnar: Við greinum og og veljum þær stafrænu markaðsaðgerðir sem henta best til að ná til mögulegra viðskiptavina – hvort sem það er með efnismarkaðssetningu, markaðssetningu með tölvupósti, leitarvélabestun, samfélagsmiðlum, auglýsingum eða öðrum leiðum.
Í stefnumótunarferlinu er lögð áhersla á að skilgreina og mæla hverja og eina aðgerð til að tryggja raunhæf markmið í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins.
*Ath. Gert er ráð fyrir að þið séuð þegar með grundvallar markaðsstefnu þar sem markhópar og samkeppni skilgreind auk þess sem staðsetning vörumerkis og virðistilboð (e. value proposition) liggja skýr fyrir. Ef þessir þættir eru ekki til staðar þarf að móta þessa grundvallarþætti áður en lengra er haldið.
Stafræn markaðsáætlun
Markaðsáætlunin tekur við í framhaldinu af stefnunni og segir til um hvernig henni er hrint í framkvæmd. Hún inniheldur:
- Aðgerðaáætlun: Skýr útlistun á þeim aðgerðum sem fara á í, hver ber ábyrgð á þeim og hvenær þær skulu framkvæmdar.
- Tímaáætlun: Nákvæmar tímalínur fyrir allar herferðir.
- Markaðsdagatal: Dagatal þar sem aðgerðir og tímaáætlanir eru settar fram á skýran og hátt og sem auðvelt er að vinna eftir.
- Fjárhagsáætlun: Yfirlit yfir fjármagn sem þarf fyrir hverja aðgerð svo hægt sé að áætla kostnað og gera ráð fyrir honum þar sem og þegar við á.
- Lykilmælikvarðar: Skilgreining á því hvernig árangur verður mældur, til að tryggja að við getum fylgst með framvindunni og gert viðeigandi breytingar ef þörf krefur.
Með þessari nálgun er tryggt að hvert skref í áætluninni sé mælanlegt og að endanlegur árangur endurspegli upphafleg markmið.
Þessir tveir hlutar, stefna og áætlun, vinna saman og skapa heildstæða yfirsýn yfir markaðsstarfið þitt. Þannig tryggirðu hámarksárangur með því að nýta fjármagn og tíma á sem hagkvæmastan hátt.
Stafrænt markaðskerfi
Eftir að stefnan og áætlunin hafa verið mótuð kemur stafræna markaðskerfið til með að tryggja skilvirka framkvæmd, stöðugt eftirlit og bestun markaðsaðgerðanna. Ég sé um kortlagningu kerfisins og held utan um og styð við uppsetningu og innleiðingu.
Í þeim hlutum sem krefjast annarrar sérfræðiþekkingar aðstoða ég við að finna og velja samstarfsaðila, samþætti og held utan um samstarfið og styð við framkvæmdina til að tryggja sem besta uppbyggingu og innleiðingu. Stuðningurinn er eins mikill eða eins lítill og þið þurfið til að setja upp og innleiða kerfið. Ef óskað er eftir því verkefnastýri ég uppsetningu og innleiðingu kerfisins frá A til Ö.
Eftir að stefnan og áætlunin hafa verið mótuð kemur stafræna markaðskerfið til með að tryggja skilvirka framkvæmd, stöðugt eftirlit og bestun markaðsaðgerðanna. Ég sé um kortlagningu kerfisins og held utan um og styð við uppsetningu og innleiðingu. Í þeim hlutum sem krefjast annarrar sérfræðiþekkingar aðstoða ég við að finna og velja samstarfsaðila, samþætti og held utan um samstarfið og styð við framkvæmdina til að tryggja sem besta uppbyggingu og innleiðingu. Stuðningurinn er eins mikill eða eins lítill og þið þurfið til að setja upp og innleiða kerfið. Ef óskað er eftir því verkefnastýri ég uppsetningu og innleiðingu kerfisins frá A til Ö.
Arkitektúr kerfisins: Ég leiði kortlagningu og samsetningu á þeim tæknilausnum og verkfærum sem notuð eru til að stýra og framkvæma markaðsáætlunina. Þetta inniheldur allt frá handvirkum ferlum til sjálfvirknivæðingar markaðsferla, gagnagreiningu og samskipta við viðskiptavini. Þessi hluti kerfisins tryggir að allar aðgerðir séu samræmdar og styðji við heildarmarkmið markaðsáætlunarinnar.
Sjálfvirknivæðing og ferlar: Ég aðstoða við að setja upp sjálfvirka ferla sem auðvelda og bæta framkvæmd markaðsáætlunarinnar, s.s. sjálfvirkar sendingar tölvupósta og skýrslugerð. Sjálfvirknivæðing bætir hagkvæmni og dregur úr möguleikunum á mannlegum mistökum í endurteknum verkefnum.
Tækni, tól og samhæfing þeirra: Ég samhæfi val og uppsetningu á markaðstólum sem samþætta gögn frá mismunandi miðlum og herferðum. Þetta tryggir heildstæða sýn yfir allar aðgerðir og einfaldar allar greiningar, sem gerir markaðsstarfið enn árangursríkara.
Upplýsingastjórnun: Ég sé til þess að upplýsingum sé safnað, þær geymdar og greindar til að mæla árangur og bæta markaðsaðgerðir. Rétt upplýsingastjórnun skilar nákvæmum gögnum sem eru nauðsynleg fyrir ákvarðanatöku í markaðsmálum.
Öryggi, lög og reglur: Ég aðstoða við samskipti við aðila sem tryggt geta að öll gögn séu meðhöndluð í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og gagnaöryggi. Þetta er grundvallaratriði ekki bara til að uppfylla lagalegar skyldur, heldur til að viðhalda trausti viðskiptavina.
Umsjón og uppfærslur: Ég held utanum og aðstoða ykkur við áætlanir fyrir reglulegt viðhald og uppfærslur á markaðskerfinu. Þetta felur í sér stöðuga endurskoðun og aðlögun að tækninýjungum og breyttum markaðsaðstæðum og getur tryggt áframhaldandi árangur og samkeppnisforskot.
Hafðu samband og ræðum hvernig við getum gert stafræna markaðsstarfið ykkar skilvirkara og áhrifaríkara með stefnumótun, áætlunargerð og hönnun og uppsetningu markaðskerfis.
Svona vinnum við saman
Stefnumótunin, áætlunargerðin og hönnun og uppsetning markaðskerfisins eru samvinnuverkefni. Ég sé ekki alfarið um það fyrir þér heldur leiðbeini ég ykkur í gegnum hvert skref. Suma hluti get ég tekið að mér en aðra þurfið þið að vinna.
Af hverju vinn ég ekki bara fyrir ykkur?
Markaðsstarfið er hjarta fyrirtækisins. Án markaðsstarfs eru engir viðskiptavinir og án viðskiptavina lifir fyrirtækið ekki. Þú og teymið þitt þurfið að hafa fullan skilning á og yfirsýn yfir markaðsstarfið ykkar. Þannig tryggið þið að þið getið stýrt því og unnið með öðrum að því á sem áhrifaríkastan hátt. Með því að eiga og skilja stefnuna, áætlunina og kerfið er auðveldara að samþætta markaðsstarfið og auka árangurinn af því.
Hvernig mótum við stefnu, áætlun og kerfi?
Við byrjum á stöðutöku til að greina núverandi stöðu og þarfir. Í framhaldinu fara fram vinnustofur þar sem við þróum saman stefnuna, áætlunina og kerfið. Þið fáið frá mér verkfæri og leiðbeiningar (‘heimaverkefni’) til að hjálpa ykkur að skilja og nýta það sem við höfum ákveðið.
Tilbúin/n/ð í að skella þér í verkefni sem skila ykkur öflugu stafrænu markaðsstarfi?
Hafðu samband til að ræða hvernig við getum unnið saman að því að gera stafræna markaðsstarfið ykkar skilvirkara og áhrifaríkara. Bókaðu frían kynningarfund til að ræða markmiðin ykkar og hvernig ég get unnið með ykkur að því að ná þeim.
Ég hlakka til að heyra frá þér!
Þóranna