Náðu hámarks árangri í efnismarkaðssetningunni með sérsniðinni strategíu og áætlun, og áframhaldandi þjónustu og stuðningi eftir því sem ykkur hentar.
Veldu þá þjónustuleið sem hentar fyrirtækinu þínu best:
Sjálfstýrt með stuðningi
Tilvalið ef þið viljið sjá um efnismarkaðssetninguna innanhúss en fá sérfræðing til að leggja með ykkur grunninn og vera til staðar ef á þarf að halda.
- Stefnumótun og áætlunargerð: Við vinnum saman að því að móta sérsniðna stefnu og áætlun fyrir ykkur, þ.á.m. samþættingu við markaðssetningu á samfélagsmiðlum og með tölvupósti.
- Tól og tæki til að aðstoða: Leiðbeiningar og ráð fyrir þig og teymið þitt sem hjálpa ykkur að gera hlutina sem allra best sjálf, m.a. fyrir framleiðslu, endurvinnslu á efni, dreifingu, árangursmælingar og endurskoðun efnisins. Þeirra á meðal eru tól á borð við ChatGPT og Canva.
- Sjálfbær: Þið sjáið um framleiðslu og dreifingu en hafið skýrt skipulag og leiðbeiningar til að hámarka árangur en lágmarka tíma og fjárfestingu.
- Áframhaldandi stuðningur: Í framhaldinu getið þið fengið áframhaldandi stuðning í formi mánaðarlegra funda og stöðutöku í lok hvers ársfjórðungs, með sérsniðnum tillögum og ráðum fyrir framhaldið.
Hafðu samband til að ræða hvernig ég get aðstoðað þig við að ná sem bestum árangri í efnismarkaðssetningunni ykkar.
Samspil
Fullkomin blanda ráðgjafar, leiðsagnar og samstarfs við framkvæmd. Þessi leið er tilvalin fyrir fyrirtæki sem vilja samstarfsaðila í efnismarkaðssetningunni sinni.
- Alhliða stefnumótun: Við vinnum saman að alhliða stefnumótun og áætlunargerð, sérsniðnum fyrir efnismarkaðssetninguna ykkar, þ.á.m. samþættingu við markaðssetningu á samfélagsmiðlum og með tölvupósti.
- Virkt samstarf: Við komum okkur saman um hver gerir hvað í áframhaldandi samstarfi um framleiðslu og dreifingu.
- Árangursmælingar: Ég sé um að setja upp og sjá um mælingar og skýrslugerð.
- Stuðningur og regluleg samskipti: Ég er til staðar þegar á þarf að halda, auk þess sem við tökum reglulega mánaðarlega verkefnafundi og ársfjórðungslega fundir til að fara nánar yfir árangur og plana framhaldið.
Hafðu samband til að ræða hvernig við getum unnið saman til að ná sem bestum árangri úr efnismarkaðssetningunni ykkar.
Allur pakkinn
Ég sé um allan pakkann – allt sem snýr að efnismarkaðssetningunni ykkar.
- Allt úr pökkunum fyrir ofan plús
- Umsjón frá A-Ö: Allt frá strategíu til framkvæmdar.
- Lágmarksþátttaka ykkar: Ég þarf upplýsingar, álit og samþykki þegar við á.
- Verkumsjón með efnisgerð, framleiðslu og dreifingu.
- Regluleg upplýsingagjöf frá mér og endurgjöf frá ykkur.
- Alhliða stuðningur: Sífellt eftirlit, fínstillingar og skýrslugjöf til að tryggja hámarksárangur.
Það sem ég þarf frá ykkur: Heildar markaðsstefna* og markaðsdagatal*. Náið samstarf um strategíu og áætlunargerð. Upplýsingar um núverandi dreifingaleiðir fyrir efnið (t.d. hvaða samfélagsmiðla og hvort þið notið tölvupóst í markaðssetningu) og úr hverju þið hafið að spila (s.s. fjármagni, mannskap og öðru slíku). Fyrir Samspil þarf innlegg í ritstjórnarstefnu. Þið þurfið að vera tilbúin til að gera ykkar til að verkefnið gangi sem best og við náum árangri.
*Ef þið hafið þetta ekki nú þegar get ég aðstoðað ykkur við það sérstaklega.
Hafðu samband til að ræða hvernig ég get unnið fyrir ykkur til að ná sem bestum árangri í efnismarkaðssetningunni ykkar.
Verðlagning fer eftir þeirri þjónustuleið sem er valin og umfangi efnismarkaðssetningarinnar hjá ykkur. Verðið er alltaf gefið upp fyrirfram og skýrt hvað er innifalið og hvað ekki, hvað ég þarf frá ykkur og hvað þið fáið frá mér. Þið vitið því alltaf að hverju þið gangið.
Samanburður
Þjónustuþættir | Sjálfstýrt með stuðningi | Samspil | Allur pakkinn |
---|---|---|---|
Stöðutaka (audit) | ✔ | ✔ | ✔ |
Sérsniðin stefnumótun og áætlunargerð |
✔ | ✔ | ✔ |
Leiðbeiningar | ✔ | ✔ | ✔ |
Ritstjórnardagatal (editorial calendar) | Stuðningur | ✔ | ✔ |
Endurvinnsluáætlun | Stuðningur | ✔ | ✔ |
Efnisframleiðsla og dreifing | Leiðbeiningar | Samstarf eftir samkomulagi | Verkumsjón. Samstarf eftir samkomulagi. |
Uppsetning á mælingum/ mælingakerfi | Aðstoð | ✔ | ✔ |
Áframhaldandi stuðningur | Keyptur sérstaklega | ✔ | ✔ |
Mánaðarlegir verkefnafundir | X | ✔ | ✔ |
Ársfjórðungsleg stöðutaka og ráðgjöf | X | ✔ | ✔ |
Ráðgjöf varðandi framleiðslu | X | Eftir þörfum | ✔ |
Framkvæmd og verkumsjón | X | Að hluta | ✔ |