Viltu bæta, breyta, byggja, grípa tækifæri
og koma hlutunum í verk?
Stendur fyrirtækið þitt frammi fyrir vandamálum eða
vill einfaldlega verða betra?
Stefnan óskýr – eða ekki til? Markaðsstarfið ekki að skila neinu? Missið af tækifærum?
Komið hlutunum stundum ekki í verk? Hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér – en ég læt hluti gerast.
Ofurkraftarnir mínir:
Sjá hvað þarf að laga, hvað má bæta og sjá og nýta tækifæri.
Framkvæma: Kem hlutum í verk á skipulegan og drífandi hátt.
Skipulag & Stefna: Það er ekki nóg að plotta og plana – það þarf líka að framkvæma.
Nálgunin mín:
Greining: Sé vandamálin en ekki síður tækifærin
Gögn: Byggi á upplýsingum og skilningi - ekki tilfinningu eða skoðun
Lausnir: Finn (oft skapandi) lausnir og umbætur - það er allt hægt
Hugmyndir: Skapa og þróa hugmyndir svo þið getið náð meiri árangri
Plana: Hanna kerfi og ferla fyrir framkvæmd
Framkvæmi: Stýri verkefnum og læt hlutina gerast
Tækni: Hjálpa við að nýta tækni og gervigreind á hagnýtan hátt
Markaðsset: Móta stefnu og framkvæmanlega áætlun fyrir markaðsstarfið
Efni og email: Móta stefnu og áætlun fyrir efnis- og email markaðssetningu
Hjálpa fyrirtækinu þínu að vaxa og ná árangri
Ég er pínu öðruvísi
Óvenjulega breið og fjölbreytt reynsla, þekking og hæfni
Greini, pæli og skoða og er endalaust forvitin
Sé tengingar og hluti sem flest sjá ekki
Sé ósjálfrátt hvað þarf að laga, hvað má bæta og óendanlega möguleika!
Leysi vandamál og nýti tækifæri á skapandi og oft óvenjulegan hátt
Hugmyndarík og frjó - meira en flest
Vantar það? Þá bý ég það bara til!
AI og tækninörd - en á skiljanlegu mannamáli
Get einfaldað ýmsa aðra hluti og gert þá skiljanlega
Bæði plana og kem hlutum í verk - ekki bara annað hvort
Hef gert ótrúlegustu hluti (margt kæmi þér á óvart)
Orkumikil, drífandi, ör, þarf dýnamík og hristi upp í hlutunum

Ráðgjöf og verkefnastjórnun sniðin að þörfum fyrirtækisins þíns
Stefnumótun og viðskiptaþróun:
Hátt í 20 ára reynsla og þekking úr eigin fyrirtækjarekstri, ráðgjöf og ekki síst mentoring fyrir startup
gerir mér kleift að finna leiðir til að ná árangri. Það nýtist á fjölmargan hátt s.s. til að
sjá tækifæri en ekki síður að sjá fyrir áskoranir og vandamál áður en þau verða óviðráðanleg.
Með góðri greiningu, skýrri stefnu og aðgerðum eru ykkur allir vegir færir og saman getum við látið hlutina gerast.
Heildstæð markaðsstefna og áætlun:
Að finna leiðina til að selja vörurnar þínar eða þjónustu er það sem þetta snýst allt um. Til þess þarf að
vita hvert á að stefna og hvernig þið ætlið að komast þangað. Greiningar og góðar upplýsingar eru
nauðsynlegar til að geta séð leiðina. Stefnan segir ykkur hvernig á að komast þangað og áætlunin segir
hvað þarf að gera til þess. Allt frá því að taka stöðuna, ákveða leiðina og niður í að plana dagsdaglegt markaðsstarf
– það er það sem ég geri. Og ekki gleyma að mæla, meta og bæta árangurinn.
Stefna og áætlun í stafrænni markaðssetningu:
Þegar stóra myndin er komin tryggjum við skýra stefnu og áætlun fyrir stafræna markaðsstarfið.
Þar eru efnismarkaðssetning og markaðssetning með tölvupósti hjartað í samþættu,
öflugu og áhrifaríku markaðsstarfi. Þesskonar nálgun er ekki síst áhrifarík á fyrirtækjamarkaði.
Skapandi lausnir og nýjar leiðir:
Áskorunum þarf að mæta og tækifæri þarf að nýta. Með því að horfa á hlutina úr öllum áttum og
ritskoða okkur ekki þegar kemur að hugmyndum getum við fundið nýjar og oft
óvenjulegar leiðir til að leysa vandamál en ekki síður að gera spennandi hluti.
Allt til að efla fyrirtækið þitt.
Skipulagning og ferlar:
Ég sé mjög fljótt hvernig best er að skipuleggja hlutina og hvernig hægt er að setja þá
kerfi með ferlum, sniðmálum, tjékklistum og öðru því sem tryggir áhrifaríka framkvæmd.
Það sparar líka tíma og orku sem hægt er að nýta til að auka árangurinn enn frekar,
á markvissan og stöðugan hátt.
Praktísk nýting á tækni – og gervigreindinni:
Við finnum tækifæri og leiðir til að nýta gervigreind og stafræna tækni á hagnýtan hátt til að
auka framleiðni og bæta ákvarðanatöku. Og við missum okkur ekki; notum bara það sem gagnast og virkar.
Þekkingaryfirfærsla og þjálfun:
Fyrirlestrar, kennsla og vinnustofur. Nokkuð sem ég hef gert í fjölda ára,
elska að gera – og, eftir því sem mér er sagt, er bara assgoti góð í.
Þú getur nýtt þér það til að efla fyrirtækið þitt.
Verkefnastjórnun:
Í gegnum árin hef ég stýrt og unnið að fjölmörgum og fjölbreyttum verkefnum.
Hvort sem það eru verkefni út frá vinnunni okkar saman eða sérverkefni þá eru þau í góðum höndum hjá mér.
Til að gefa þér hugmynd þá eru hérna nokkur verkefni (sem ég man eftir í svipinn):
Úttektir og greiningar á almennu og stafrænu markaðsstarfi, vefsíðum og samfélagsmiðlum.
Gerð á markaðsefni, setja saman markaðsdagatal og söluáætlanir. Innleiða kerfi á borð við Facebook Workplace o.fl. Þjónustusamþætting við samruna fyrirtækja. Ráðstefnuhald í raunheimum og á netinu, þróun og
umsjón fræðsludagskrár og -viðburða, framleiðsla vefþátta, samvinnuverkefni SVÞ, VR, HR og
þriggja ráðuneyta, ég gæti haldið áfram…
Ég vinn eingöngu með fyrirtækjum sem eru tilbúin í breytingar og umbætur.
Fyrirtæki sem gera sér grein fyrir hvað þarf til og eru tilbúin að gera það.
Til að ná árangri þurfið þið að vera undir það búin leggja á ykkur þá vinnu sem þarf.
Ég vinn með ykkur – ekki fyrir ykkur. Þannig getum við gert góða hluti saman.
Ræðum saman um hvað ykkur vantar.
Þóranna er einn okkar helsti sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og hefur einnig,
á síðustu árum, unnið brautryðjendastarf í eflingu stafrænnar hæfni hérlendis,
nokkuð sem við brennum báðar fyrir. Þar hefur hún verið óþreytandi í að ýta við bæði
atvinnulífinu og stjórnvöldum með ótrúlegum árangri.
Ég vann fyrst með Þórönnu árið 2014 í markaðsstefnumótun fyrir Hugsmiðjuna
þar sem ég var þá framkvæmdastjóri. Hef bæði fylgst náið með og fengið tækifæri til að
koma með henni að fleiri verkefnum í gegnum tíðina og hef ósjaldan
óskað þess að hún væri laus til að koma inn í hin ýmsu önnur verkefni sem ég hef unnið að.
Hún er mjög strategísk og á gott bæði með að móta markaðsstarf og byggja upp frá byrjun
en ekki síður að skerpa á stefnu og aðgerðum sem þegar eru til staðar.
Hæfileikar Þórönnu búa ekki síst í því að hafa glöggt auga fyrir
tækifærum til umbóta og koma þeim í verk á drífandi hátt.
Ég get heilshugar mælt með Þórönnu, hvort sem er sem er í markaðsstörf en
ekki síður sem öflugri umbótamanneskju sem kemur hlutum í verk.
– Ragnheiður Magnúsdóttir, Chief Disruption Officer
I have had the pleasure of working both directly and indirectly with Þóranna on various projects.
She is extremely strategic in her approach and has a very customer centric mindset.
Her digital skills, combined with content marketing and email marketing make her a
valuable asset to any organisation, particularly one seeking an digital leader to
disrupt its traditional marketing. Þóranna is extremely hard-working,
goal oriented and shines when she can lead, craft and implement projects from the start.
– Dr. Edda Blumenstein, Director of Customer and Retailing Transformation at BYKO
Thoranna is an experienced professional who can be counted on to take the initiative and
deliver results on her projects. She is a valuable member of any team she works with,
bringing her extensive knowledge of her field, innovative thought and
no-nonsense execution to the table.
– Jóhannes Þór Skúlason, Managing Director at the Iceland Industry Travel Association
If asked to describe Thoranna, then I would say that she is highly competent as she is
very business and tech savvy, extremely driven, intelligent, takes initiative, determined,
creative and last but not least such fun to work with every day!
I would give Thoranna my highest recommendations.
– Rut Steinssen, CFO, SimplyBook.me and Notando Ltd.
Thoranna is a highly creative, detail-oriented and thorough marketing wizard.
She possess encyclopedic knowledge of current marketing practices, including
content marketing and social media marketing, which made her
an asset to each of our clients.
– Dr. Andrea Pennington, Brand Strategist, Integrative Doctor, Creative Visionary
I can’t recommend Thoranna highly enough. Companies that hire her for
their team or marketing tasks are choosing someone that will
not only do their best to take them to the next level, but will probably succeed in doing it.”
– Ingvar Gudmundsson, CEO, SimplyBook.me and Notando Ltd.
Her extensive experience and knowledge of marketing and branding,
with a particular passion for strategy, as well as online and guerilla tactics, makes her
the perfect marketer for startups and high-growth businesses.
Her organisational skills are also a clear asset in those situations.
A very social person, and with her energy and positive mindset she is an asset to any team.
I would not hesitate to give Thoranna my best recommendations
whether as a consultant or marketing executive.”
– Eythor Jonsson, Managing Director at Growth Train Accelerator, Director for Center for Corporate Governance at University of Iceland and External Lecturer at Copenhagen Business School
Thoranna is my go-to person when it comes to branding and marketing communication.
She is strategic and thoughtful, both when working with clients as well as when building her own brand.
Her Marketing Untangled video series, blog, and books are brilliant. I can recommend Thoranna’s expertise
and her products enough to anyone looking to boost their skills in the field of branding and marketing.
– Thorunn Jonsdottir, Founder and Fixer at Poppins & Partners