Velkomin!
Hér fnnurðu upplýsingar og efni um bókina Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Map Through the Marketing Jungle, og höfund hennar Þórönnu K. Jónsdóttur.
Gefin út á Amazon Kindle 3. desember 2014 og á prenti á næstunni.
Ef þig vantar frekari upplýsingar eða efni, ekki hika við að hafa samband:
Þóranna K. Jónsdóttir
Sími: 841 5800
Netfang: thoranna@thoranna.is
Um bókina:
Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Map Through the Marketing Jungle er fyrsta bókin í seríu sem er ætlað að greiða úr þeirri flækju sem markaðsmálin geta verið fyrir frumkvöðla og þá sem reka minni fyrirtæki. Eftir að hafa unnið með hundruðum fyrirtækja hefur Þóranna skrifað skýran leiðarvísi í gegnum markaðsfrumskóginn. Það eru fimm megin vörður á leiðinni og með því að fylgja þeim getur hver sem er byggt upp öflugt markaðsprógramm fyrir fyrirtæki af hvaða stærð og gerð sem er. Þóranna byggir á áralangri reynslu en einnig á akademískum grunni og nær að koma hlutunum til skila á einfaldan hátt, á mannamáli, sem gerir fólki kleift að nýta efnið innan fyrirtækjanna sinna og ná árangri.
Í bókinni lærir fólk:
- Af hverju það er ekki góð hugmynd að reyna að selja til allra og hvernig þú finnur bestu markhópana fyrir þig, sem sparar tíma, orku og peninga
- Af hverju þú verður að þekkja samkeppnina svo þú getir hjálpað fólki að velja þig fram yfir þá
- Hvernig þú getur byggt sterkt brand sem gefur fyrirtækinu þínu forskot á markaði, og af hverju það er ekki bara fyrir stór fyrirtæki með fullt af peningum
- Þau fjögur atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú velur bestu markaðsaðgerðirnar fyrir fyrirtækið þitt
- Hvað felst í skilvirku markaðskerfi þannig að þú getir komið þessu öllu saman í verk!
Frekari bækur sem fyrirhugaðar eru í seríunni kafa dýpra í hvert og eitt þessara fimm megin atriða:
- Target Groups Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Guide to Finding and Knowing Your Ideal Target Groups
- Competition Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Guide to Knowing Your Competition
- Branding Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Guide to Branding Your Business
- Marketing Communications Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Guide to Choosing the Right Marketing Communications Tools
- Marketing Systems Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Guide to Setting Up an Effective Marketing System
Um höfundinn:
Þóranna K. Jónsdóttir er með MBA gráðu með áherslu á stefnumótun markaðsmála frá University of Westminster í London. Þóranna hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum m.a. hjá alþjóðlegum auglýsingastofum og innan upplýsingatækni- og fjármálageirans. Eftir að hafa ráðlagt minni fyrirtækjum varðandi rekstur og markaðsmál um nokkurt skeið setti Þóranna á fót sitt eigið fyrirtæki til að efla markaðsstarf minni fyrirtækja og frumkvöðla og hefur starfað undir merkjum Markaðsmála á mannamáli síðan 2011. Þóranna hefur ástríðu fyrir því að nota sköpunargáfuna og hugvitsemi til að hjálpa frumkvöðlum að ná árangri og gera drauma að veruleika. Marketing Untangled er sprottin upp úr áralangri vinnu með minni fyrirtækjum og frumkvöðlum og byggir á MáM markaðsþjálfuninni á netinu sem kom á markað árið 2013.
Smelltu hér til að lesa umsagnir um bókina
Umfjöllun um bókina til þessa:
mbl.is, 1. desember 2014: Markaðsmálin oftast orsökin – http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/12/01/markadsmal_oftast_orsokin/
Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, 3. desember 2014: Íslendingar eiga það til að rjúka til í markaðssetningu. – http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP31810
Kvennablaðið, 4. desember 2014: Bleik bók sem leysir markaðsmálaflækjuna – http://kvennabladid.is/2014/12/04/bleik-bok-sem-leysir-markadsmalaflaekjuna/
Efni til niðurhals:
Sýnishorn úr bókinni Marketing Untangled
Mynd: Marketing Untangled 3d Cover
Mynd: Marketing Untangled Cover
Mynd af höfundinum: Þóranna K. Jónsdóttir
Smelltu hér til að sjá frekari fjölmiðlaumfjöllun, greinar o.fl. frá Þórönnu.
Á vefnum: