This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Ráðgjöf

Ráðgjöf

Ráðgjöf er tilvalin þegar þú ert að skoða málin og ekki tilbúin/n að hefja aðgerðir ennþá. Ráðgjöfin getur verið allt frá því að skoða stóru myndina í stafrænni umbreytingu markaðsstarfsins þíns til þess að ákveða hvaða efni þú átt að fjalla um, hvar og á hvaða formi, og allt þar á milli og allskonar.

Þóranna K. Jónsdóttir

Í ráðgjöfinni byrjum við að skoða stöðuna á málunum. Framhaldið fer svo eftir því hvað kemur út úr því samtali. Stundum get ég ráðlagt þér á stuttum tíma og þar með er málið leyst. Stundum þarf rannsóknir, frekari fundi og mögulega vinnu með fleira fólki innan fyrirtækisins, allt eftir því hvaða málum þú vilt fá lausn á.

Afraksturinn er misstór. Í minni tilvikum færðu ráð í einföldu skjali. Í stærri verkefnum er afraksturinn almennt stærri skýrsla þar sem farið er yfir stöðuna, greint frá frekari upplýsingum ef við á (s.s. rannsóknum), lögð eru fram ráð og ef við á, aðgerðaplan.

Eftir að hafa starfað sem ráðgjafi í vel rúman áratug hef ég séð að flest fyrirtæki þurfa einhverskonar aðstoð og stuðning í framhaldinu. Það getur verið allt frá stuttu símtali af og til allt upp í að ég vinn verkefni fyrir ykkur (sjá Samstarf hér fyrir neðan).

Hér eru dæmi um það sem ég get ráðlagt þér með:

Listinn er engan veginn tæmandi.

  • Hvernig framkvæma á stefnumótunarvinnu á þann hátt að henti fyrirtækinu þínu
  • Hverskonar markaðsaðgerðir fyrirtækið þitt ætti að nýta
  • Hvaða efni þú gætir fjallað um í efnismarkaðssetningu
  • Hverskonar þjónustu væri gagnlegt að kaupa frá aðilum á borð við stafrænar auglýsingastofur
  • Hvernig markaðskerfið ykkar ætti að vera með funnels, aðgerðum, efni og tilheyrandi
  • Hvaða aðgerðir og skilaboð eiga við á mismunandi punktum í vegferð mögulegra viðskiptavina sem markaðssett er til
  • Hvaða aðgerðir og skilaboð eiga við á mismunandi punktum eftir kaup, s.s. varðandi móttöku nýrra viðskiptavina m.a. með tölvupóstsseríum, krosssölu og “up-sell”

Bóka ráðgjöf

Ef þú vilt bóka ráðgjöf, eða einfaldlega fá frekari upplýsingar, vinsamlegast fylltu út formið hér fyrir neðan eða sendu tölvupóst á thoranna(a)thoranna.is með sömu upplýsingum og beðið er um á forminu.

Ég mun svo hafa samband símleiðis til að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Ef ég met það svo að fyrirtækið þitt geti notið góðs af ráðgjöf minni þá bókum við fund í framhaldinu, annars geri ég mitt besta til að vísa þér þangað sem ég tel að muni hjálpa þér. 

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2023 Thoranna.is · Rainmaker Platform